Gefðu starfsfólki, vinum og ættingjum frí frá streðinu

Starfsmenn Kassaleigunnar eru sérfræðingar í flutningum.
Starfsmenn Kassaleigunnar eru sérfræðingar í flutningum. Eggert Jóhannesson

Ertu þú eða fyrirtækið þitt að flytja? Þá er Kassaleigan með bestu lausnirnar. 

Kassaleigan elskar flutninga! Líkt og nafnið gefur til kynna einfaldar Kassaleigan einstaklingum og fyrirtækjum flutninga með útleigu á slitsterkum og öruggum plastkössum sem hafa góða burðargetu í hverjum stafla. Kassarnir eru fjölnota og í þá er hægt að raða hverju sem er því auðvelt er að stafla þeim saman og flytja örugglega á milli rýma, hæða eða húsa með aðstoð kassahjóla. Það heyrir því sögunni til að þurfa að bera einn og einn kassa upp og niður margar hæðir með tilheyrandi átökum.

Sparaðu þér og þínum tíma og fyrirhöfn og leitaðu til Kassaleigunnar sem aðstoðar þig við að meta umfangið og hjálpar þér við undirbúning og skipulag. Gott skipulag er undirstaða tíma- og peningasparnaðar í flutningum. 

Enginn flutningur er of stór fyrir Kassaleiguna.
Enginn flutningur er of stór fyrir Kassaleiguna. Ljósmynd/Aðsend

Við einföldum þér flutningaferlið

Kassarnir frá Kassaleigunni tryggja betri meðferð á búsáhöldum og varningi sem fluttur er á milli staða og koma í veg fyrir skemmdir. Einnig eru sérstakir fatakassar fáanlegir í útleigu hjá Kassaleigunni sem henta vel fyrir einstaklinga, verslanir og lagera sem eru að færa sig um set. Kössunum fylgja sérstakir merkimiðar sem einfalda flutningana til muna en ekki síður lokaáfangann, að flutningunum sjálfum afstöðnum, þegar taka þarf upp úr kössunum. 

Leigutími á kössum frá Kassaleigunni er sveigjanlegur eftir samkomulagi og út frá þörfum hvers og eins. Kassaleigan leggur mikla áherslu á að auðvelda viðskiptavinum flutninginn með góðri skipulagningu og samvinnu frá upphafi til enda flutningana.    

Segðu bless við gömlu óumhverfisvænu pappakassana og veldu flutningsþjónustu Kassaleigunnar næst þegar flutningar eru fram undan.

Kassaleigan býður upp á alhliða flutningaþjónustu.
Kassaleigan býður upp á alhliða flutningaþjónustu. Eggert Jóhannesson

Allur pakkinn? Ekkert mál!

Kassaleigan býður upp á alhliða flutningsþjónustu og heildstæðar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hjá Kassaleigunni starfar reynslumikið starfsfólk sem sérhæfir sig í öllu sem við kemur flutningum, hvort sem það er að pakka niður í kassa, merkja þá, innsigla og flytja á milli staða eða hvað sem er. Þegar á nýja staðinn er komið er Kassaleigan einnig til þjónustu reiðubúin við að aðstoða fyrirtæki við uppsetningu. Með góðu skipulagi í fyrirtækjaflutningum er hægt að lágmarka röskun á rekstri.

Það getur margborgað sig að leita til Kassaleigunnar þegar flutningar fyrirtækja eru á döfinni. Það sparar ekki bara tíma og óþarfa umstang heldur getur það verið mun hagkvæmara fyrir fyrirtækin sjálf. Þá sérstaklega þegar litið er til mannauðsins sem starfar hjá viðkomandi fyrirtækis svo ekki þurfi að koma til vinnustöðvunar. 

Gott skipulag er undirstaða tíma- og peningasparnaðar í flutningum.
Gott skipulag er undirstaða tíma- og peningasparnaðar í flutningum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gefðu starfsfólkinu þínu frí frá stritinu

Fyrirtækjaflutningar geta haft mikil áhrif á starfsfólk, bæði líkamleg og andleg, sem getur haft áhrif á afköst. Flutningum fylgir gjarnan mikið rask og því auðvelt fyrir starfsfólk að missa einbeitingu og sjónar á verkefnum. Séu kröfur gerðar til starfsfólks að aðstoða við flutninga aukast líkurnar verulega á þreytuástandi sem hefur í för með sér fjölgun veikindadaga sem getur reynst fyrirtækjum ansi kostnaðarsamt. 

Hlífðu þínu starfsfólki við flutningastússi, settu þig í samband við Kassaleiguna og láttu fagmenn sjá um verkið. Við þjónustum fyrirtæki við hvers kyns flutninga, innanbæjar sem utan og höfum gaman að.

Kassarnir frá Kassaleigunni eru slitsterkir og er burðargeta þeirra mjög …
Kassarnir frá Kassaleigunni eru slitsterkir og er burðargeta þeirra mjög góð. Þeim er einnig auðvelt að stafla saman og flytja á milli staða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kassaleigan sérhæfir sig einnig í heildarlausnum fyrir stærri fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Bíla- og tækjafloti Kassaleigunnar er með betra móti en hún hefur allar stærðir sendibíla til umráða og öll tæki og tól til staðar svo enginn flutningur er of stór fyrir Kassaleiguna.

Búslóðalyftur geta gegnt lykilhlutverki þegar ráðist er í búslóða- og þungaflutninga. Kassaleigan býr yfir tvenns konar búslóðalyftum sem auka þægindin í flutningum og koma þínum húsgögnum á leiðarenda á tryggan og öruggan hátt. 

Kynntu þér málið á heimasíðu Kassaleigunnar eða í síma 571-4866 / 699-4866 og fáðu tilboð í þína flutninga. 

Búslóða- og fyrirtækjaflutningar hafa aldrei verið jafn einfaldir fyrr en …
Búslóða- og fyrirtækjaflutningar hafa aldrei verið jafn einfaldir fyrr en Kassaleigan kom til sögunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is