Frá þýska stálinu yfir í „Þetta reddast“

Baddý stofnaði fyrirtækið árið 2013 ásamt eiginmanni sínum, dr. Christoph …
Baddý stofnaði fyrirtækið árið 2013 ásamt eiginmanni sínum, dr. Christoph Breidert, og vini þeirra Stefan Weber, en í desember fagnaði það tíu ára starfsafmæli sínu. Ljósmynd/Aðsend

Fyrirtækið 1xINTERNET er með höfuðstöðvar í Frankfurt í Þýskalandi ásamt því að vera með skrifstofur í Kópavogi, Berlín og Conil de La Frontera á Spáni. Fyrirtækið sérhæfir sig í stafrænum lausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.

„Ég og maðurinn minn fengum hugmyndina að 1xINTERNET fyrir fimmtán árum. Ég er tölvunarfræðingur og hann verkfræðingur en við fórum bæði í framhaldsnám í Vín. Í náminu kynntumst við Drupal, sem er vefumsjónarkerfi, notað af mörgum stærstu fyrirtækjum heims. Það sem heillaði okkur var að Drupal er opinn hugbúnaður, það þýðir að notendur borga ekki leyfisgjöld og kóðinn er opinn þeim sem vilja nota hann,“ segir Baddý Sonja Breidert, framkvæmdastjóri 1xINTERNET.

Baddý stofnaði fyrirtækið árið 2013 ásamt eiginmanni sínum, dr. Christoph Breidert, og vini þeirra Stefan Weber, en í desember fagnaði það tíu ára starfsafmæli sínu. Á þessum tíu árum hefur fyrirtækið vaxið hratt og örugglega og skipað sér sess sem eitt af leiðandi Drupal-hugbúnaðarhúsum í Evrópu.

„Við höfum um hundrað starfsmenn hjá fyrirtækinu í dag, vöxturinn hefur verið mjög náttúrulegur, en við erum ekki með neina fjárfesta á bak við okkur. Við erum mjög ánægð með árangurinn og höfum byggt upp þetta góða fyrirtæki með frábærum viðskiptavinum, frá þýska stálinu yfir í „þetta reddast“.

„Við erum alþjóðlegt fyrirtæki á Evrópumarkaði og höfum verið að vinna með flestum stærstu fyrirtækjum heims sem notast við Drupal, en má þar til dæmis nefna Jägermeister, Nestlé, Sharp og Unity. Svo má ekki gleyma okkar frábæru íslensku viðskiptavinum, eins og Reykjavíkurborg, Eldum rétt, Náttúrufræðistofnun og Háskóla Íslands,“ segir Baddý.

Hún situr einnig í stjórn Drupal Association Inc. sem rekur drupal.org og sameinar alþjóðlegt samfélag Drupal-hug­búnaðarins, sem er stærsta samfélag opins hugbúnaðar í heiminum, með yfir milljón notendur og yfir 100 þúsund virka þátttak­endur.

Leiðandi í vefkerfum

„Hjá 1xINTERNET leggjum við ríka áherslu á góð samskipti við fyrirtækin sem við vinnum með. Til að tryggja bestu mögulegu útkomu útvegum við teymi sérfræðinga sem henta sérstaklega fyrir hvert verkefni,“ segir Baddý.

„Við höfum allar lausnir sem þarf í stafrænni umbreytingu fyrirtækja. Stefnumótun, hönnun, vefþróun og greining á núverandi vef er meðal þeirra verkefna sem við bjóðum upp á. Til að tryggja sem bestan árangur höfum við einnig þróað okkar eigin lausnir byggðar á því sem við höfum gert fyrir viðskiptavini okkar í gegnum árin og miða að því að einfalda stafræna umbreytingu og koma verkefnum sem fyrst í loftið.

Við sáum mjög fljótt að allir þurfa ákveðinn grunn og í stað þess að byggja alltaf það sama upp aftur og aftur er grunnurinn tilbúinn til notkunar fyrir viðskiptavini okkar og því frekar hægt að setja tíma og fjármuni í að tryggja sérstöðu á markaði, sem hefur mælst mjög vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar.

Má geta þess að dr. Christoph Breidert frá 1xINTERNET verður með fyrirlestur á UTmessunni þar sem áhersla verður lögð á gervigreind, stafræna ferla og gagnaúrvinnslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert