Verndun, vöktun og afritun í fyrirrúmi

Valgeir ásamt samstarfsmanni sínum, Andriy Fedorets.
Valgeir ásamt samstarfsmanni sínum, Andriy Fedorets. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valgeir Ólafsson framkvæmdastjóri Tölvuaðstoðar byrjaði fyrst að afrita tölvugögn fyrir aðra haustið 2004. Þá fór hann heim til fólks og eitt af hans fyrstu verkefnum var að líta inn til konu sem gaf út bæði bækur og fræðiefni sem ekki mátti glatast. „Konan var nokkuð hrædd við internetið og var með tvær tölvur á heimilinu. Önnur var fartölva sem var tengd við internetið og svo var gömul borðtölva sem var tengd við Wordperfect. Ég spurði hana hvort hún ætti ekki afrit af öllu. Þessu svaraði hún játandi og sagði að það væri allt afritað þannig að það væri til útprentað uppi í hillu hjá sér,“ segir Valgeir glettinn en í þá daga voru ekki komin stafræn ský eins og nú finnast víðast hvar.

„Ég benti henni á að það væri ansi mikil vinna að fara að endurskrifa allar þessar greinar sem hún hafði ritað. Þessi kona var ein af þeim fyrstu sem keyptu af mér afritun sem var á þannig máta að ég kom einu sinni á ári og tók afrit af öllum mikilvægu gögnunum hennar yfir á svokallað Zip-drif, sem ég svo tók út úr húsi og geymdi hér hjá okkur.“

Tölvuaðstoð er nú með sex manna teymi og er enn með viðskiptavini sem hafa fylgt rekstrinum þessi tuttugu ár og hefur tæknin þróast heilmikið síðan þá. „Við vorum þá með samninga sem kölluðust heimanet, einkanet og rekstrarnet sem voru þessar þjónustur sem hafa þróast og breyst í það sem við köllum Vaktina í dag.“

Afritun er fyrir öllu

Við höfum unnið með fyrirtækjum sem hafa keypt stærsta forritapakkann …
Við höfum unnið með fyrirtækjum sem hafa keypt stærsta forritapakkann hjá Microsoft en eru ekki með nein af netöryggisforritunum virk,“ segir Valgeir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það hefur sannað sig síðustu ár að það er mikil áhætta að vera með óuppfært, óafritað og óvarið tölvukerfi. Grunnurinn hjá Tölvuaðstoð er verndun, vöktun og afritun og helstu þjónustuleiðir að sögn Valgeirs eru í formi tveggja pakka, eða vakta eins og þær eru kallaðar; annars vegar er það Skýjavaktin, sem gengur út á að vernda skýjaumhverfi viðkomandi viðskiptavina, hvort sem það er í Google eða Microsoft. Síðan er það Kjarnavaktin, þar sem bæði skýið og búnaðurinn er varinn og fylgir þar með gagnagíslatökuvörn, en Tölvuaðstoð býr yfir sér­stökum hugbúnaði til að koma í veg fyrir net- og gagna­árásir. Að sögn Valgeirs er afritun eitt það mikilvægasta sem þarf til að vernda gögn.

„Fólk vill oft halda að gögnin séu orðin örugg hjá Microsoft eða Google um leið og þau eru komin í skýið. Það er því miður alls ekki rétt. Sé til dæmis gögnum eytt óvart er eingöngu til 30-60 daga tímabil þar sem mögulega er hægt að endurheimta gögn. Þá hefurðu þennan takmarkaða tíma til að endurheimta þau ef það er ekki búið að gera árás eða eyðileggja þau. Algengt er að fólk eyðir gögnum óvart og átti sig ekki á því fyrr en of seint. Einnig þarf að hafa það í huga að árásir eru að aukast gífurlega hratt,“ segir Valgeir.

„Þessar árásir virka líka oft þannig að tölvuþrjótar eru komnir inn og geta hafa verið í kerfinu í marga mánuði áður en þeir fara raunverulega að sýna sig. Þá eru þeir líklega búnir að eyðileggja allt sem þú heldur að sé vistað öruggt eða jafnvel afrit sem þú heldur að sé öruggt í þínum tækjum svo sem flakkara eða USB-lyklum. Það þarf að vera örugg afritun sem er óbreytanleg eftir á. Þess vegna er svo mikilvægt að afritun gangi í eina átt, þannig að þegar búið er að taka afrit, þá er ekki hægt að eiga við það. Afritun er síðasta vígið. Ef allt fellur, þá er mikilvægt að vera með örugg afrit. Þú afritar ekki eftir á.“

Nauðsynlegt að fyrirbyggja árásir

Tölvuaðstoð er nú með sex manna teymi og er enn …
Tölvuaðstoð er nú með sex manna teymi og er enn með viðskiptavini sem hafa fylgt rekstrinum þessi tuttugu ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valgeir segir það mikilvægt að fylgjast með þeim hröðu og síbreytilegu tækninýjungum sem verða hverju sinni. „Það eru alltaf að þróast nýjar tegundir af árásum, svo ekki sé talað um gervigreind og annað. Skjöldurinn í nýja vörumerkinu okkar sýnir að við leggjum okkur fram um að vernda viðskiptavini okkar. Fyrirtæki sem við erum að þjónusta þurfa að huga að hvað sé að breytast og hvað sé að þróast hverju sinni. Það er fullt af hlutum sem þarf að stilla, bæði í bakendanum hjá Microsoft eða Google, eða búnaðurinn eða þráðlausa netið sem viðskiptavinir eru með. Það þarf alltaf að uppfæra alla þessa öryggisþætti sem snúa að internetinu eða því sem fólk eða fyrirtæki eru að nota hverju sinni. Árásaraðilar eru líklega að nota þessa tækni meira en venjulegur notandi,“ segir Valgeir.

Hann segir að samkvæmt samtali við ChatGPT hafi 46% allra netárása áhrif á fyrirtæki með færri en þúsund starfsmenn eða notendur. „Það eru eiginlega bara öll fyrirtæki á Íslandi því íslensk fyrirtæki eru frekar lítil á heimsmælikvarða. Árið 2021 var 61% lítilla eða meðalstórra fyrirtækja markmið netárása. Þessi litlu eða meðalstóru fyrirtæki huga síður vel að vörnum en stærri aðilarnir. Þar af leiðandi sjá þessir gagnagíslatökuaðilar tækifæri þar. Þeir kasta bara út neti og þeim er alveg sama hvort starfsmenn séu sé einn, tíu eða fleiri. Um 37% fyrirtækja með færri en hundrað starfsmenn voru fórnarlömb slíkra árása,“ segir hann og bætir við:

„Þetta er í rauninni orðið iðnaður. Fólk er að skapa sér tekjur og notar þetta sem valkost. Einstaklingar geta keypt sér árásarþjónustu fyrir 40 dollara og sú starfsemi jókst um 50% árið 2023. Þú kaupir einhvern til að gera árás fyrir þig, hann gerir árásina og svo ert þú með gagnageymsluna til að heimta pening til baka. Það er nauðsynlegt að vera með gott teymi hjá sér til að verjast þess háttar árásum.“

Gagnleg gervigreind

Spurður út í gildi gervigreindar fullyrðir Valgeir þá tækni hjálpa gífurlega mikið en það skipti höfuðmáli að hún sé rétt notuð. „Ég er ófeiminn við að viðurkenna að ég nota hana eins og ég get. Þú getur ekki notað hana til að vera góður kerfisstjóri á morgun, það virkar ekki þannig, en góður kerfisstjóri getur orðið betri með aðstoð gervigreindar. Þetta er í rauninni fyrirmyndaraukastarfskraftur,“ segir hann og nefnir dæmi;

„Til að mynda er ég lítið að vinna í DOS-umhverfi í dag. Ég þekki það og vann mikið með það og ég þurfti að vinna með það á dögunum. Þá gat ég talað við gervigreindina til að rifja upp skipanir sem ég var búinn að gleyma. Annars hefði það tekið mig einhverjar 45 mínútur að „gúggla“ eitthvað sem ég „vissi“, þegar ég gat í staðinn notað gervigreindina til að rifja það upp á nokkrum sekúndum.

Þarna gat ég sparað mér gífurlegan tíma við að fá einhvern kóða eða upplýsingar og svo staðfesti ég að sjálfsögðu kóðann og gat síðan notað hann. Svona er gervigreindin í dag en hún á eftir að breytast. Það á eftir að koma meiri sjálfvirkni og við erum alltaf að skoða hvernig við getum nýtt hana. Við kynnum þetta mikið fyrir fólki. Gervigreindin er þarna til staðar og komin til að vera, en galdurinn er að nota hana rétt.“

Keppni um besta nafnið

mbl.is/Kristinn Magnússon

Valgeir hvetur áhugasamt fólk og hina forvitnu til að kíkja á bás Tölvuaðstoðar á UTmessunni í ár þar sem í boði er að eiga spjall um ýmislegt og alls konar tengt starfsemi Tölvuaðstoðar sem og tæknigeiranum. Fyrirtæki sem skrá sig í athugun, sem er þjónusta að kostnaðarlausu, eiga jafnvel möguleika á því að kaupa glænýja fyrirtækjafartölvu á tuttugu krónur.

„Athugun þessi er ætluð fyrirtækjum og gengur þannig fyrir sig að við skoðum hvernig samskipti þeirra eru á netinu, svo dæmi sé nefnt. Er heimasíðan örugg? Ertu með auðkenningu? Í framhaldinu er svo hægt að ákveða hvort fara þurfi í umfangsmeiri úttekt,“ segir Valgeir og tekur fram að einnig verði skemmtilegur leikur í boði hjá Tölvuaðstoð á UTmessunni fyrir einstaklinga unga sem aldna. „Vélmennið okkar er að fæðast á þessu tuttugasta ári okkar. Það á eftir að koma mikið við sögu en okkur vantar nafn á þetta vélmenni,“ segir hann.

„Við höfum ekki tekið afstöðu til þess hvort vélmennið sé karl, kona eða kvár. Það geta ungir sem aldnir komið og teiknað sína útgáfu af þessu vélmenni, gefið því nafn og sett það svo í pott hjá okkur. Það verða vegleg verðlaun í boði fyrir besta nafnið og flottustu teikninguna. Við verðum með augnakonfekt fyrir fólk og þar kemur vélmennið við sögu. Það er tilvalið að koma með börnin eða barnabörnin á laugardeginum og taka þátt.“

Tölvuaðstoð er í Stangarhyl 1 í Reykjavík. Sími 5 500 200. Sjá nánar á tolvuadstod.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert