Hélt fyrst að viðurkenningin væri grín

Félagskonur FKA fögnuðu með viðurkenningarhöfum á dögunum.
Félagskonur FKA fögnuðu með viðurkenningarhöfum á dögunum. Silla Páls

Þrjár konur úr atvinnulífinu voru heiðraðar af Félagi kvenna í atvinnulífinu (FKA) við hátíðlega athöfn á Hótel Reykjavík Grand á dögunum. Fram­lína ís­lensks viðskipta­lífs og fé­lags­kon­ur FKA fögnuðu með viður­kenn­ing­ar­höf­um og voru það Guðlaug Rakel Guðjóns­dótt­ir, Tanya Zharov og Inga Tinna Sig­urðardótt­ir sem hrepptu viður­kenn­ing­arn­ar í ár.

Guðlaug hlaut Þakk­arviður­kenn­ingu FKA og sú viður­kenn­ing er veitt fyr­ir eft­ir­tekt­ar­vert ævi­starf. Tanya er handhafi FKA viður­kenn­ingarinnar sem er veitt fyr­ir vel unn­in störf í þágu at­vinnu­rekst­urs kvenna eða þeim sem hafa verið eða er kon­um í at­vinnu­líf­inu sér­stök hvatn­ing og fyr­ir­mynd. Þá hlaut Inga Tinna hvatn­inga­rverðlaun FKA sem er veitt­ kon­um fyr­ir at­hygl­is­vert frum­kvæði eða nýj­ung­ar í at­vinnu­rekstri.     

Sérstök dómnefnd fór yfir allar tilnefningar, sem bárust frá almenningi og atvinnulífinu, og völdu eina í hverjum flokki sem voru heiðraðar. Blaðamaður náði tali af viðurkenningarhöfum.

Jákvæð umfjöllun um heilbrigðisgeirann

Guðlaug hlaut Þakk­arviður­kenn­ingu FKA og sú viður­kenn­ing er veitt fyr­ir …
Guðlaug hlaut Þakk­arviður­kenn­ingu FKA og sú viður­kenn­ing er veitt fyr­ir eft­ir­tekt­ar­vert ævi­starf. Silla Páls

„Dótt­ir mín sagði einu sinni við mig: Þú átt fjög­ur börn og fjórða barnið er vinn­an þín og stund­um hef­ur það barn fengið full mikla at­hygl­i. Ég held að þetta sé al­veg hár­rétt hjá henni, við þurf­um að staldra við og verja tím­an­um með börn­un­um okk­ar. Ég hefði getað for­gangsraðað oft öðru­vísi, vinna og einka­líf er al­veg ótrú­leg jafn­vægislist.“

Þetta seg­ir Guðlaug Rakel, hjúkr­un­ar- og viðskipta­fræðing­ur með mennt­un í lýðheilsu­vís­ind­um. Hún seg­ir viður­kenn­ing­una hafa komið sér í opna skjöldu og þá væg­ast sagt. „Þegar ég fékk sím­talið hélt ég fyrst að það væri verið að gera síma­at, enda hring­ir heimasím­inn minn aldrei. Þegar fór að líða á sím­talið fór ég að átta mig á að þetta væri ekki símaat,“ seg­ir hún.

„Mér þykir virki­lega mikið til þess koma að það hafi verið eft­ir því tekið hvað maður hef­ur verið að gera í gegn­um tíðina. Heil­brigðis­kerfið er virki­lega viðkvæmt, þannig að mér þykir ótrú­lega vænt um að heil­brigðisþjón­ust­an hafi fengið þessa at­hygli.“

Guðlaug Rakel seg­ir það vera mikla til­breyt­ingu þegar heil­brigðis­geir­inn fær já­kvæða at­hygli, í fjöl­miðlum sem og umræðunni almennt. „Viður­kenn­ing­in er líka op­in­bera geir­ans, þar sem er verið að gera mjög margt gott. Við erum bara ekki nógu dug­leg að segja frá því. Við eig­um yf­ir­leitt erfitt með að segja frá því sem geng­ur vel,“ seg­ir hún, en í umsögn dómnefndar segir um Guðlaugu:

„Guðlaug Rakel þykir frábær stjórnandi og nýtur mikils trausts. Hún hefur fágaðan stjórnunarstíl, hlustar vel og hvetur samstarfsfólk sitt á faglegan hátt til aukinnar ábyrgðar.“

Hvatning og væntumþykja

Tanya er handhafi FKA viður­kenn­ingarinnar sem eru veitt fyr­ir vel …
Tanya er handhafi FKA viður­kenn­ingarinnar sem eru veitt fyr­ir vel unn­in störf í þágu at­vinnu­rekst­urs kvenna eða þeim sem hafa verið eða er kon­um í at­vinnu­líf­inu sér­stök hvatn­ing og fyr­ir­mynd. Silla Páls

Tanya er fram­kvæmda­stjóri lög­fræðisviðs Al­votech og seg­ir mik­il­vægt að fólk átti sig á að breyt­ing­ar komi í gegn­um eft­ir­spurn. „Ég er fædd í Rússlandi og flutti til Íslands þegar ég var sjö ára. Ég hugsa að þetta hvort tveggja hafi haft mik­il og mót­andi áhrif. Ég hef fengið fullt af tæki­fær­um því ég talaði rúss­nesku. Þessi blanda að vera frá öðru landi gef­ur manni líka svona auka vídd eða auka hæfi­leika sem nýt­ast vel í alþjóðleg­um viðskipt­um. Á þess­um árum hef ég þjálfast í að taka þátt í alþjóðlegu um­hverfi og tak­ast á við alls kon­ar flækj­ur,“ segir Tanya en að hennar sögn er einkenni góðs teymis innifalið í því að „leysa flækjur saman“ með glæsibrag.

„Að takast á við alls konar mál saman byggir upp gott traust og ekki síst þegar þú ert að vinna með ólíku fólki,“ segir hún.

Í umsögn dómnefndar segir: 

„Tanya hefur sinnt ýmsum stjórnendastöðum síðustu árin. Hún er metnaðarfull og lætur til sín taka víða enda farsæll og reynslumikill stjórnandi. Viðhorf hennar er jákvætt og hún er mikill húmoristi.“

Tanya segir viðurkenningu sína vera tileinkaða starfsteymi sínu og góða orkusprautu í sálina hvað vinnuna sína varðar. Hún sat einnig í dómnefnd FKA fyrir tveimur árum síðan og sagðist vera mjög hissa þegar henni barst þær fregnir um að hafa fengið umrædda viðurkenningu. „Mér þótti ótrúlega vænt um að fá viðurkenninguna þar sem henni fylgdi hvatning og væntumþykja frá FKA-konum og mörgu samstarfsfólki. Það streymdu til mín hlýjar kveðjur frá mörgum sem ég hef unnið með í gegnum tíðina,“ segir hún.

„Minn stærsti inn­blást­ur er að vinna með ótrú­lega skemmti­legu og kláru fólki. Ég seg­ist alltaf vera að vinna með snill­ing­um alla daga.“

Bakaríið hans afa breytti öllu

Inga Tinna hlaut hvatn­ingar­verðlaun FKA sem eru veitt­ar kon­um fyr­ir …
Inga Tinna hlaut hvatn­ingar­verðlaun FKA sem eru veitt­ar kon­um fyr­ir at­hygl­is­vert frum­kvæði eða nýj­ung­ar í at­vinnu­rekstri. Silla Páls

Inga Tinna er annar stofnandi og framkvæmdastjóri þjónustunnar Dineout en hún segist hafa tvímælalaust fengið sinn stærsta innblástur í lífinu frá afa sínum. Hann rak bakarí og þótti Ingu alltaf ótrúlega spennandi að koma þangað og fylgjast með honum að verki, jafnvel þó hún hafi ekki náð yfir afgreiðsluborðið að sögn hennar. Þarna kom þó kveikjan að stærri áhuga Ingu fyrir viðskiptum og ekki síður slíkum með persónulegu sniði. 

„Það var alltaf eitthvað í innsæinu sem var að banka í mig,“ segir Inga. „Mig langaði til þess að gera eitthvað sjálf og skapa eitthvað sjálf. Mér fannst ég ekki alveg ná að fylla mig í því sem ég var að gera.“ 

Um Ingu Tinnu segir meðal annars í umsögn dómnefndar:

„Inga Tinna er ótrúleg. Mikill kjarkur og lætur vaða. Heilbrigði uppmálað og stórglæsileg. Mikil hvatning fyrir konur.“

Inga Tinna, sem segir viðurkenningu sína vera gífurlegan heiður. FKA eru svo virt samtök og flottasta hreyfiafl kvenna í atvinnulífinu á Íslandi og að finna fyrir svona meðbyr er rosalega hvetjandi. Að baki er margra ára vinna sem hefur svo skilað sér með góðum árangri,“ segir hún. 

Mig langar að nýta tækifærið og hvetja aðra og þá sérstaklega konur að láta til sín taka í viðskiptalífinu. Það eru svo margar flottar konur sem eru að gera áberandi flotta hluti og eiga svona flotta viðurkenningu skilið. Ég hlakka til að fylgjast með enn hraðari þróun á næstu árum og vona að enn fleiri konur feti nýsköpunarleiðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert