Einfalt að hanna draumagarðinn

Það er einfalt að hanna draumareitinn við heimilið með teikniforriti …
Það er einfalt að hanna draumareitinn við heimilið með teikniforriti BM Vallá en það er frí veflausn sem allir geta notað. Ljósmynd/Aðsend

 „Með hækkandi sól finnum við fyrir miklum áhuga fólks á að fara í framkvæmdir heimavið, hvort sem er að fegra garðinn, fara í múrviðgerðir eða hanna innkeyrslu við húsið. Fólk finnur fyrir miklum mun eftir að hafa hellulagt planið við húsið og losna þar með við möl og sand sem óneitanlega berst inn í húsið,“ segir Ásbjörn Ingi Jóhannesson, sölustjóri hellna og garðeininga hjá BM Vallá en þar fæst mikið úrval af hellum, hleðslusteinum og fallegum steyptum garðeiningum sem fegra garðinn og innkeyrsluna.

Þá er fyrirtækið í fararbroddi þegar kemur að múrvörum, flot- og steypublöndum hvort sem það er til viðgerða eða annarra nota. Dagana 2.-16. maí stendur yfir sumartilboð hjá BM Vallá þar sem hægt er að gera góð kaup og spara allt að 20%.

Þá segir Ásbjörn að hægt sé að skoða vöruúrvalið á fallegu sýningarsvæði að Breiðhöfða 3 í grænu perlunni við Fornalund. „Þangað er vinsælt að koma og sjá hvernig vörurnar okkar falla vel í umhverfið og fá góð ráð hjá söluráðgjöfum.“

Ásbjörn Ingi Jóhannesson hvetur alla til að kíkja í BM …
Ásbjörn Ingi Jóhannesson hvetur alla til að kíkja í BM Vallá og gera góð kaup en þessa dagana er sumartilboð þar sem hægt er að spara allt að 20% á hellum og fleiru. Ljósmynd/Aðsend

Landslagsarkitekt aðstoðar við útfærslu

Lilja Kristín Ólafsdóttur landslagsarkitekt býður viðskiptavinum upp á faglega aðstoð og ráðgjöf við að móta draumagarðinn. Hægt er að velja um nokkrar mismunandi leiðir, allt eftir þörfum og óskum hvers og eins „Með landslagsráðgjöf er hægt að fá afar gagnlegar ráðleggingar við útfærslu hugmynda fyrir garðinn, planið og lóðina sem byggir á okkar vörulínu. Lilja Kristín veitir viðskiptavinum 45 mínútna landslagsráðgjöf sem fer fram í Listhúsinu við Breiðhöfða.

Þar eru hugmyndir að garði eða plani mótaðar í sameiningu við viðskiptavininn. Fimm til tíu dögum eftir ráðgjöfina kemur svo þrívið teikning, efnislisti og verðtilboð í efnið. Þetta hefur reynst viðskiptavinum okkar mjög vel og með þessu er hægt að sjá vel fyrir sér hvernig verkið mun líta út í raun og skapa þannig draumareit heimilisins,“ segir Ásbjörn og viðurkennir að þetta sé mjög vinsæl þjónusta og mikilvægt að panta ráðgjöf sem fyrst til að komast að.

Hjá BM Vallá má fá heilsteypt og endingargóð sorptunnuskýli sem …
Hjá BM Vallá má fá heilsteypt og endingargóð sorptunnuskýli sem henta einbýlum, fjölbýlishúsum og fyrirtækjum. Ljósmynd/Aðsend

Teikniforrit á netinu

Ásbjörn talar líka um að einfalt sé að hanna og skipuleggja draumareitinn við heimilið með teikniforriti BM Vallá. „Það er frí veflausn sem allir geta notað með því að taka til dæmis mynd af húsinu sínu til að sjá hvernig það myndi síðan líta út með hellum, hleðslusteinum eða hvernig sorptunnuskýli mátast best í rýmið. Þessi leið hefur verið afar vinsæl, enda fljótleg og án kostnaðar fyrir viðskiptavini,“ segir Ásbjörn og bætir við að á sumrin sé líka vinsælt að fara í múrviðgerðir og steypuframkvæmdir við heimilið enda margir sem sinna slíku viðhaldi sjálf. Þá skiptir miklu máli að vanda vel til verksins, velja rétt efni og nota þau samkvæmt leiðbeiningum.

„Hjá okkur starfa sérfræðingar í tæknilegum lausnum fyrir múr- og viðgerðarefni og er ávallt hægt að leita til þeirra og fá ráðgjöf um hvernig er best að bera sig að hverju verki fyrir sig. Við erum með tvær fag- og múrverslanir, eina í Reykjavík og aðra á Akureyri en einnig er hægt að fá múrvörurnar okkar í helstu byggingarvöruverslunum um allt land.“

Hægt er að panta ráðgjöf hjá landslagsarkitekt hjá BM Vallá …
Hægt er að panta ráðgjöf hjá landslagsarkitekt hjá BM Vallá og fá aðstoð við að hanna draumagarðinn. Ljósmynd/Aðsend

Stækkanleg sorptunnuskýli

Heilsteypt og endingargóð sorptunnuskýli eru meðal vöruframboðs BM Vallá og hjá fyrirtækinu eru framleidd nokkrar tegundir af slíkum skýlum sem henta bæði einbýlum, fjölbýlishúsum og fyrirtækjum.

„Við erum með sorptunnuskýli sem hægt er að stækka eftir hentisemi með því að bæta við einingum og auka þannig plássið sem nemur um eina ruslatunnu. Allar vörurnar okkar eru framleiddar á Íslandi eftir viðurkenndum gæðastöðlum sem henta við íslenskar aðstæður. Þá leggjum við mikla áherslu á umhverfismálin og höfum sett okkur það markmið að vera umhverfisvænasti steypuframleiðandi landsins,“ segir Ásbjörn að lokum og ítrekar að hægt sé að sjá nánari upplýsingar um sumartilboð og vöruúrval á bmvalla.is. Þar er líka hægt að teikna upp innkeyrsluna með teikniforritinu og panta landslagsráðgjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert