Menning, matur og rómantík í Verona

Úrval Útsýn býður upp á þriggja daga ferð til Verona …
Úrval Útsýn býður upp á þriggja daga ferð til Verona á Ítalíu í sumar en Verona er einstök borg. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er hin fullkomna þriggja daga ferð til Verona á Ítalíu þar sem þú færð það besta af Ítalíu í stuttu borgarhoppi. Verona er einstök borg þar sem hægt er að upplifa allt sem maður vill upplifa í svona borgarferð.  Menning, matur, fegurð, rómantík og þröngar og sjarmerandi götur í allar áttir.  Borgin er ekki það stór að hægt er að ganga út um allt og svo er líka sniðugt að taka ferðamannastrætó sem fer á helstu staðina,“ segir Hjördís Hildur Jóhannsdóttir, sölustjóri hjá Úrval Útsýn, en hún bjó á Ítalíu í tíu ár og þekkir því þetta svæði á Ítalíu mjög vel.

„Verona er tilvalin borgarferð fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum, eins og til dæmis matarklúbbinn eða saumaklúbbinn. Þá höfum við einnig verið að bóka fyrirtækjahópa til Verona bæði í júní og lok ágúst. Farið er í loftið snemma á föstudagsmorgni og flogið heim á sunnudagskvöldi þannig að vel er hægt að nýta þrjá daga í þessari dásamlegu borg. Í sumar bjóðum við líka upp á lengri ferðir til Gardavatnsins en það er rétt hjá Verona.“

Hjördís Hildur Jóhannsdóttir bjó á Ítalíu í tíu ár og …
Hjördís Hildur Jóhannsdóttir bjó á Ítalíu í tíu ár og þekkir Verona vel. Ljósmynd/Aðsend

Bakgrunnur frægustu ástarsögu í heimi

Verona á frægð sína að þakka einni frægustu ástarsögu í heimi sem reyndar endaði með harmleik, Rómeó og Júlía. Borgin er bakgrunnur þessarar frægu ástarsögu en líka ein sögufrægasta og fallegasta borg sem hægt er að heimsækja, að sögn Hjördísar. „Verona er til dæmis á heimsminjaskrá UNESCO fyrir fegurð sína og það er tignarlegt að sjá ána Adige sem rennur í gegnum borgina.

Í Verona má líka sjá La Arena sem er ótrúlegt dæmi um rómversk áhrif sem hafa verið skilin eftir í borginni. Þessi völlur var byggður á tímum Tíberíusar keisara árið 30 e.kr en er notaður til sýninga enn þann dag í dag. Ég mæli með að ganga alla leið upp á efstu hæð La Arena fyrir stórkostlegt útsýni yfir Piazza Bra og þessi fornu mannvirki,“ segir Hjördís og bætir við að í ferð Úrvals Útsýnar til Verona sé flogið með ítalska flugfélaginu Neos í nýjum vélum félagsins. „Þar er bæði hægt að bóka sitt flugsæti sjálfur sem og að kaupa aðgang að Wi-Fi.“

Í Verona er hægt að upplifa menningu, mat, fegurð, rómantík …
Í Verona er hægt að upplifa menningu, mat, fegurð, rómantík og þröngar og sjarmerandi götur. Ljósmynd/Aðsend

Tignarleg steinbrú frá 1354

Aðspurð hvað Hjördís myndi gera væri hún stödd í Verona eina helgi segir hún að hún myndi skoða Verona fótgangandi. „Ég myndi byrja á Scaligero-brúnni og enda á Castel San Pietro en þaðan er hægt að sjá næstum alla borgina. Scaligero-brúin er steinbrú sem liggur yfir Adige og er bæði byggingar- og hernaðarverk. Hún var byggð á árunum 1354 til 1356 og hélst ósnortin fram í síðari heimsstyrjöldina þegar sprengja eyðilagði hana.

Hún var svo endurbyggð árið 1951 og er hluti af Castelvecchio-samstæðunni, miðaldavirki sem nú er orðið safn. Á miðri leið yfir brúna er hægt að klifra nokkrar tröppur og ná um þriggja metra hæð til að dást að Adige frá upphækkuðum punkti. Ef þú ert heppinn hefur þú  tækifæri til að upplifa einstakt sólsetur.“

Hér má finna upplýsingar um ferðir til Verona.

La Arena-völlurinn var byggður árið 30 e.kr. og er notaður …
La Arena-völlurinn var byggður árið 30 e.kr. og er notaður til sýninga enn þann dag í dag. Ljósmynd/Aðsend


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert