Jemen

Vilja hætta að styðja stríðið í Jemen

13.3. Öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, samþykkti í kvöld tillögu þess efnis að Bandaríkin hætti að styðja við stríðsrekstur Sáda og bandamanna þeirra í Jemen. Sjö repúblikanar lögðust á sveif með demókrötum í atkvæðagreiðslunni. Meira »

Vilja bandaríska herinn á brott frá Jemen

14.2. Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta að Bandaríkin eigi að binda endi á þátttöku sína í stríðsaðgerðum sádi-arabískra stjórnvalda í nágrannaríkinu Jemen. Segir AFP-fréttaveitan þingið með þessu snupra forsetann og samband hans við sádi-arabíska ráðamenn. Meira »

Vilja koma síamstvíburum úr landi

6.2. Sjúkrahús í Jemen hefur sent beiðni til að hægt verði að koma síamstvíburum úr landi. Hægt verði að aðskilja þá utan landsteinanna en landið er í herkví. Meira »

Sprengjusérfræðingar létust í sprengingu

22.1. Fimm sérfræðingar í aftengingu jarðsprengja létust í slysasprengingu í Marib í Jemen á sunnudag. Sérfræðingarnir voru allir af erlendu bergi brotnir og störfuðu fyrir Sáda í Jemen-stríðinu. Meira »

Uppreisnarmenn yfirgefa Hodeida

29.12. Uppreisnarmenn í Jemen eru byrjaðir að draga herlið sitt frá hafnarborginni Hodeida. Þangað koma nánast öll matvæli og neyðaraðstoð til landsins. Meira »

47,5 milljónum safnað fyrir Jemen

27.12. „Við erum svo ótrúlega ánægð með framlag almennings sem sýnir að fólk á Íslandi lætur sig neyð fólks annars staðar svo sannarlega varða,” segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. Neyðarsöfnun vegna neyðarástands í Jemen hefur skilað um 47,5 milljónum króna. Meira »

Vilja fæða 20.000 börn í Jemen

19.12. „Neyðin sem fólkið í Jemen stendur frammi fyrir er skelfileg og hefur farið síversnandi,“ segir Atli Viðars Thorstensen, sviðstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Á föstudag lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hungursneyðar í Jemen. Meira »

Rólegt yfir Hodeida

18.12. Fremur rólegt var yfir hafnarborginni Hodeida í Jemen í morgun eftir að til harðra bardaga kom í gær þrátt fyrir vopnahlé hefði tekið gildi fyrr um daginn. Meira »

Vilja rifta vopnasölusamningi

17.12. Stjórnvöld í Kanada leita nú leiða til að rifta stórum vopnasamningi sem gerður var við Sádi-Araba árið 2014. Þetta sagði forsætisráðherrann Justin Trudeau í gær. Meira »

Fordæma samþykkt öldungadeildarinnar

17.12. Sádi-Arabar hafa fordæmt samþykkt öldungadeildar Bandaríkjaþings um að binda endi á hernaðarstuðning Bandaríkjanna við hernað undir stjórn Sádi-Araba í Jemen. Meira »

Samið um vopnahlé í Hodeida

13.12. Ríkisstjórn Jemen og uppreisnarmenn úr röðum húta hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í hafnarborginni Hodeida og munu Sameinuðu þjóðirnar gegna lykilhlutverki í borginni, samkvæmt upplýsingum af fundi samningamanna í Svíþjóð. Meira »

Krónprins í kröppum dansi

9.12. Þrátt fyrir að flest líti út fyrir að krónprins Sádi-Arabíu hafi fyrirskipað morðið á Jamal Khashoggi virðist ólíklegt að hann verði látinn svara til saka. Krónprinsinn hefur þó ekki bara verið gagnrýndur vegna meintrar aðildar sinnar að morðinu heldur einnig vegna ástandsins í Jemen. Meira »

Framtíð Jemen rædd í Svíþjóð

6.12. Viðræður milli stríðandi fylkinga í Jemen hófust í Svíþjóð í dag. Sameinuðu þjóðirnar segja mikið í húfi en staðan sé tvísýn. Meira »

Þúsundir flýja til Jemen

4.12. Sífellt fleiri flóttamenn koma nú til Jemen þrátt fyrir að þar ríki mikil neyð og hungursneyð vofi yfir þjóðinni. Talið er að um 150 þúsund flóttamenn verði komnir til Jemen áður en árið 2018 er úti, að mati Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Neyðin í Jemen mun versna

4.12. Hvergi í heiminum ríkir jafn mikil neyð og í Jemen og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að ástandið eigi enn eftir að versna á næsta ári. Telur stofnunin að þá muni fjórar milljónir Jemena til viðbótar þurfa á matvælaaðstoð að halda. Meira »

Heimila flutning særðra frá Jemen

3.12. Fimmtíu særðir liðsmenn húta verða í dag fluttir frá Sanaa, höfuðborg Jemen, og til borgarinnar Múskat í nágrannaríkinu Óman. Vopnaðar sveitir húta, sem eiga rætur að rekja til norðurhluta Jemen, hafa nú í mörg ár barist við stjórnarher landsins um yfirráð. Meira »

Öldungadeildin gengur gegn Trump

29.11. Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að leggja fram tillögu um að Bandaríkin hætti stuðningi við hersveitir Sádi-Araba í Jemen. Gengur þetta gegn skoðunum Bandaríkjaforseta og ráðherra. Meira »

Hann er að deyja

21.11. Ghazi Saleh er tíu ára gamall og hann er átta kíló að þyngd. Hann er of veikburða til þess að gráta. Hann liggur hreyfingarlaus á sjúkrahúsi því hann er of veikburða til þess að hreyfa sig. Eina sem hann getur er að hreyfa augun á sama tíma og hann berst við að halda þeim opnum. Hann er að deyja. Meira »

85 þúsund börn sultu til bana

21.11. Allt að 85 þúsund börn yngri en fimm ára hafa soltið til bana eða dáið úr farsóttum í Jemen á síðustu þremur árum. Óttast er að hungursneyð herji á 14 milljónir Jemena ef ekkert verður að gert. Íbúar landsins eru 28 milljónir talsins. Meira »

Vill ekki heyra upptökuna

18.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fengið allar nauðsynlegar upplýsingar um efni hljóðupptökunnar af morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann vilji þó ekki heyra hana með eigin eyrum. Meira »

Veita 100 milljónir til neyðaraðstoðar í Jemen

16.11. Utanríkisráðuneytið ætlar að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen. Mun framlagið skiptast jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð. „Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Varar við eyðleggingu hafnarinnar

12.11. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, varaði við því í dag að eyðilegging hafnarinnar í borginni Hodeida í Jemen gæti haft hörmulegar afleiðingar fyrir ástandið í landinu enda gegndi höfnin lykilhlutverki í að koma matvælum og lyfjum til milljóna óbreyttra borgara í landinu. Meira »

Segja ástandið líkjast helvíti á jörð

4.11. Hörð átök hafa í dag geisað í hafnarborginni Hodeida í Jemen sem liggur við Rauðahaf. Tugir eru látnir og að sögn Sameinuðu þjóðanna búa börn við helvíti á jörðu í hinu stríðshrjáða landi. Meira »

Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar

3.11. Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen.  Meira »

Óska þess að styrjöldinni linni

21.9. „Ég vona að stríðið taki enda við getum haldið áfram að læra og farið og komið í skólann á öruggan hátt. Við vonum að við getum klárað námið okkar og orðið verkfræðingar, læknar og flugmenn,“ segir nemandi í 9. bekk í Jemen. Fjölmörg börn verða af tækifæri til að mennta sig vegna styrjaldarinnar. Meira »

Herða árásir á Hodeida

16.9. Að minnsta að kosti 32 uppreisnarmenn hafa fallið í átökum og árásum í og við hafnarborgina Hodeida í Jemen síðustu sólarhringa. Friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum reynir að sjá til þess að friður ríki í höfuðborginni Sanaa. Meira »

Náðu yfirráðum yfir flutningaleiðum

12.9. Hersveitir stjórnvalda í Jemen með aðstoð bandalagsherja sem Sádi-Arabar leiða hafa tekið völdin á tveimur flutningaleiðum við hafnarborgina Hodeida. Meira »

Börnin drepin fyrir mistök

2.9. Hernaðarbandalag undir stjórn Sádi-Araba hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar loftárás var gerð á rútu í Saada-héraði í Jemen í síðasta mánuði. Mistökin kostuðu 40 börn lífið. Bandalagið baðst í gær afsökunar á þessum mistökum. Meira »

Stríðsglæpir af hálfu allra aðila

28.8. Allar stríðandi fylkingar í Jemen hafa jafnvel framið stríðsglæpi, segir í skýrslu rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni, sem er sú fyrsta sem nefndin birtir, er sjónum beint að mannskæðum loftárásum, hömlulausu kynferðislegu ofbeldi og herskráningu ungra barna. Meira »

Voru að flýja átök er þau létust

24.8. Mark Lowock, yfirmaður mannréttindamála Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árás hernaðarbandalags undir forystu Sádi-Araba á hafnarborgina Hudaydah í Jemen í gær. 22 börn hið minnsta og fjórar konur létust í árásinni. Meira »