Jemen

Vannærð, veik og á vergangi

Í gær, 10:30 Meira en þrjár milljónir barna hafa fæðst í Jemen frá því stríðið braust út í mars 2015. „Heil kynslóð barna sem er að vaxa úr grasi í Jemen þekkir ekkert annað en ofbeldi. Börnin í Jemen hafa þurft að þola átakanlegar afleiðingar stríðs sem þau hafa ekkert vald yfir,“ segir Meritxell Relano, fulltrúi UNICEF. Meira »

Norðmenn stöðva vopnasölu

3.1. Norðmenn hafa lokað fyrir sölu vopna til Sameinuðu arabísku furstadæmanna vegna gruns um að vopnin séu notuð í stríðinu í Jemen. Meira »

Stríð gegn börnum

26.12. Þegar rafmagnið fer af sjúkrahúsinu sem Elín Jakobína Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur starfar á í Jemen vinnur teymi hennar að skurðaðgerðum með höfuðljós og blæs súrefni handvirkt í sjúklinga. Átök hafa staðið í þúsund daga. Hörmungarástandið í Jemen á sér enga hliðstæðu í heiminum. Meira »

Neita að hafa útvegað vopnin

20.12. Yfirvöld í Íran neita að hafa útvegað uppreisnarmönnum í Jemen vopn sem notuð voru í árás á Sádi-Arabíu líkt og yfirvöld í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum halda fram. Meira »

Yfir 30 manns létust í loftárás í Jemen

13.12. Að minnsta kosti 30 manns létust í loftárás Sádi-Araba á fangelsi í borginni Sanaa í Jemen. Flestir hinna látnu eru fangar sem sátu þar inni. Í fyrri árásinni var ein álma hússins sprengd upp og freistuðust margir til að flýja en skömmu seinna var önnur loftárás gerð og gjöreyðilagði húsið. Meira »

Náðu völdum í bæ við Rauðahaf

8.12. Stjórnvöld í Jemen hafa á ný náð yfirráðum yfir bæ við Rauðahafið þar sem uppreisnarmenn úr röðum Húta höfðu rænt völdum. Tugir féllu í átökunum, aðallega úr röðum uppreisnarmanna. Meira »

Ásakanir ganga á víxl milli Írana og Sáda

5.12. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu vilja að Jemen losni við „skæruliða studda af Írönum“. Þetta kom fram í fyrstu yfirlýsingu þeirra eftir að uppreisnarmenn Húta í landinu réðu fyrrverandi forseta landsins af dögum í gær. Meira »

Umskipti innan stríðandi fylkinga

5.12. Valdalínurnar hafa færst til í Jemen. Uppreisnarmennirnir verða sífellt einangraðri í hernaði sínum. En tíma mun taka að koma á friði, sé hann yfir höfuð í augsýn. Á meðan sveltur þjóðin og börn falla í vopnuðum átökum blóðugs borgarastríðs. Meira »

Sundrung meðal samherja í Jemen

4.12. Ítrekaðar loftárásir hafa verið gerðar í höfuðborg Jemen í dag. Átök milli uppreisnarmanna og liðsmanna forsetans fyrrverandi, Ali Abdullah Saleh, eru þó ekki bundin við Sanaa. Árásir voru m.a. gerðar í nágrenni alþjóðaflugvallarins í borginni og á innanríkisráðuneytið sem eru á valdi uppreisnarmanna Húta sem sagðir eru njóta stuðnings Írana í borgarastríðinu. Meira »

Fimmtán tonn af bóluefni til Jemen

25.11. Flugvél á vegum Sameinuðu þjóðanna full af nauðsynlegum bóluefnum lenti í höfuðborg Jemen í dag. Her Sádi-Araba hefur í þrjár vikur stöðvar allt flug til borgarinnar. Flugstjórnunarkerfi eyðilögðust fyrir nokkru eftir loftárás Sáda á flugvöllinn. Meira »

Ásakanirnar „fáránlegar og tilhæfulausar“

30.10. Stjórnvöld í Íran hafna ásökunum Sádi-Araba um að standa að baki uppreisnarmönnum í Jemen og í vegi fyrir friðarumleitunum. Segja Íranar ásakanirnar „fáránlegar og tilhæfulausar“. Meira »

Hörmungar af mannanna völdum

19.9. Á annað þúsund börn hafa látist í Jemen frá því átök brutust þar út fyrir þremur árum. Milljónir eru á vergangi og ástæðan er ekki náttúruhamfarir heldur hörmungar af mannanna völdum. Meira »

Missti alla fjölskylduna í loftáras

27.8. Ungri stúlku var bjargað úr húsarústum eftir loftárás sem gerð var í Sanaa, höfuðborg Jemen, á föstudaginn. Hún var sú eina í fjölskyldu sinni sem lifði af þegar sprengju var varpað á heimili hennar. Meira »

Kólerufaraldurinn breiðist hratt út

10.7. Að minnsta kosti 300 þúsund manns hafa sýkst af kóleru á síðustu 10 vikum í Jemen. Daglega greinast um sjö þúsund ný tilfelli. Ástandið er sagt óviðráðanlegt. Þetta staðfestir alþjóðadeild Rauða krossins. Meira »

Kólera breiðist hratt út

23.6. Kólerufaraldur hefur brotist út í hinu stríðshrjáða og fátæka ríki Jemen og er óttast að meira en 300 þúsund íbúar verði sýktir af sjúkdómnum í ágúst. Í dag er talið að um 193 þúsund hafi smitast af kóleru. Meira »

Flugskeytið sannar aðkomu Írana

5.1. Sádi-Arabar segja flugskeyti sem skotið var yfir landamærin frá Jemen sanni að Íranar útvegi uppreisnarmönnum þar í landi vopn. Sádar fara fyrir hernaðarbandalagi sem styður stjórnarher Jemen í stríði gegn uppreisnarmönnum Húta. Meira »

Tugir féllu í loftárás í Jemen

28.12. Að minnsta kosti 68 féllu í loftárás í Jemen í dag. Árásin var gerð af hernaðarbandalagi sem Sádi-Arabar leiða í landinu gegn hópum uppreisnarmanna. Meira »

Milljón smitast af kóleru

21.12. Talið er að milljón tilfelli kóleru hafi nú greinst í hinu stríðshrjáða ríki Jemen að því er Rauði krossinn segir.   Meira »

Skutu eldflaug til Riyadh

19.12. Hernaðarbandalagið sem berst gegn uppreisnarmönnum húta í Jemen segist hafa stöðvað för skotflaugar í borginni Riyadh í Sádi-Arabíu. Sádi-Arabar leiða bandalagið í hernaði sínum í Jemen. Meira »

26 féllu í loftárásum

10.12. Sádi-Arabar gerðu í dag loftárásir á þjálfunarbúðir uppreisnarmanna í Jemen, norðvestur af höfuðborginni Sanaa. Að minnsta kosti 26 féllu í árásinni úr röðum uppreisnarmannanna. Meira »

Með um 40 fréttamenn í haldi

6.12. Uppreisnarmenn í Jemen, sem hafa nú höfuðborgina Sanaa alfarið á sínu valdi, hafa hneppt yfir 40 fréttamenn í varðhald. Samtökin Fréttamenn án landamæra krefjast þess að fólkinu verði samstundis sleppt. Meira »

Ástandið á eftir að versna

5.12. Á einni viku hafa að minnsta kosti 234 fallið í átökum í höfuðborg Jemen. Yfir 400 hafa særst að sögn starfsmanna Rauða krossins. Sprengjum hefur rignt úr lofti og skotum verið hleypt af skriðdrekum á götum borgarinnar sem breyst hafa í blóðugan vígvöll. Meira »

Segja fyrrverandi forsetann látinn

4.12. Innanríkisráðuneyti Jemens, sem er á valdi uppreisnarmanna húta í landinu, segir að Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseti, hafi verið drepinn. Myndbandi hefur verið dreift af líki sem sagt er vera af Saleh. Meira »

Götustyrjöld í draugabæ

3.12. Verslunum og skólum var lokað í Sanaa, höfuðborg Jemen, í dag eftir að skotbardagar brutust út í borginni. Íbúar segja að átök uppreisnarmanna gegn stjórnvöldum, sem hafa staðið yfir í þrjú ár, séu að breytast í „götustyrjöld“. Meira »

Svelta milljónir í hel

9.11. Ástandið er skelfilegt í Jemen og ekkert annað blasir við milljónum íbúa landsins en alvarleg hungursneyð. Það eina sem getur komið í veg fyrir þetta er að Sádi-Arabar og bandamenn hætti herkvínni og heimili flutning hjálpargagna til landsins. Meira »

Neyð blasir við 11 milljónum barna í Jemen

23.10. Yfir 11 milljónir barna í Jemen eru í bráðri þörf fyrir neyðaraðstoð vegna stríðsins sem hefur geisað í landinu frá mars 2015. Þetta segir mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Átökin sem bitna á börnunum eru hrikaleg en bæði hungursneyð og kólerufaraldur eru afleiðingar stríðsins. Meira »

Ekkert lát á kólerufaraldrinum

13.9. Talið er að um 850 þúsund manns muni smitast af kóleru sem geisar í hinu stríðshrjáða landi Jemen í lok þessa árs. Fyrr á árinu var talið að hópurinn yrði ekki svona stór heldur um 600 þúsund en nú þegar eru þeir sem hafa smitast af kóleru orðnir 647 þúsund. Meira »

Kólera breiðist út á ógnarhraða

23.7. Óttast er að meira en 600 þúsund manns muni smitast af kóleru í Jemen í ár. Þetta segir alþjóðanefnd Rauða krossins. Heilbrigðiskerfi landsins er í molum eftir áralangt blóðugt borgarastríð. Meira »

Dæma um vopnasölu Breta

10.7. Undirréttur í Bretlandi mun í dag kveða upp úrskurð um það hvort vopnasala breskra stjórnvalda til Sádi-Arabíu sé lögleg. Dómstóllinn mun ákvarða hvort bresk yfirvöld hafi átt að hætta vopnasölunni, þar sem landið er í stríði við Jemen. Meira »

Fatímusjóður gefur tæpar níu milljónir

14.6. Fulltrúar Fatimusjóðsins afhentu UNICEF á Íslandi 8,6 milljóna króna framlag sem rennur til stríðshrjáðra barna í Jemen. Hluti upphæðarinnar er afrakstur skákmaraþons Hrafns Jökulssonar og Hróksins. Jóhanna Kristjónsdóttir, stofnandi Fatímu-sjóðsins, safnaði framlögum fyrir börn í neyð allt þar til yfir lauk en hún lést í síðasta mánuði. Meira »