Jemen

Hann er að deyja

Í gær, 14:27 Ghazi Saleh er tíu ára gamall og hann er átta kíló að þyngd. Hann er of veikburða til þess að gráta. Hann liggur hreyfingarlaus á sjúkrahúsi því hann er of veikburða til þess að hreyfa sig. Eina sem hann getur er að hreyfa augun á sama tíma og hann berst við að halda þeim opnum. Hann er að deyja. Meira »

85 þúsund börn sultu til bana

í gær Allt að 85 þúsund börn yngri en fimm ára hafa soltið til bana eða dáið úr farsóttum í Jemen á síðustu þremur árum. Óttast er að hungursneyð herji á 14 milljónir Jemena ef ekkert verður að gert. Íbúar landsins eru 28 milljónir talsins. Meira »

Vill ekki heyra upptökuna

18.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fengið allar nauðsynlegar upplýsingar um efni hljóðupptökunnar af morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann vilji þó ekki heyra hana með eigin eyrum. Meira »

Veita 100 milljónir til neyðaraðstoðar í Jemen

16.11. Utanríkisráðuneytið ætlar að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen. Mun framlagið skiptast jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð. „Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Varar við eyðleggingu hafnarinnar

12.11. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, varaði við því í dag að eyðilegging hafnarinnar í borginni Hodeida í Jemen gæti haft hörmulegar afleiðingar fyrir ástandið í landinu enda gegndi höfnin lykilhlutverki í að koma matvælum og lyfjum til milljóna óbreyttra borgara í landinu. Meira »

Segja ástandið líkjast helvíti á jörð

4.11. Hörð átök hafa í dag geisað í hafnarborginni Hodeida í Jemen sem liggur við Rauðahaf. Tugir eru látnir og að sögn Sameinuðu þjóðanna búa börn við helvíti á jörðu í hinu stríðshrjáða landi. Meira »

Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar

3.11. Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen.  Meira »

Óska þess að styrjöldinni linni

21.9. „Ég vona að stríðið taki enda við getum haldið áfram að læra og farið og komið í skólann á öruggan hátt. Við vonum að við getum klárað námið okkar og orðið verkfræðingar, læknar og flugmenn,“ segir nemandi í 9. bekk í Jemen. Fjölmörg börn verða af tækifæri til að mennta sig vegna styrjaldarinnar. Meira »

Herða árásir á Hodeida

16.9. Að minnsta að kosti 32 uppreisnarmenn hafa fallið í átökum og árásum í og við hafnarborgina Hodeida í Jemen síðustu sólarhringa. Friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum reynir að sjá til þess að friður ríki í höfuðborginni Sanaa. Meira »

Náðu yfirráðum yfir flutningaleiðum

12.9. Hersveitir stjórnvalda í Jemen með aðstoð bandalagsherja sem Sádi-Arabar leiða hafa tekið völdin á tveimur flutningaleiðum við hafnarborgina Hodeida. Meira »

Börnin drepin fyrir mistök

2.9. Hernaðarbandalag undir stjórn Sádi-Araba hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar loftárás var gerð á rútu í Saada-héraði í Jemen í síðasta mánuði. Mistökin kostuðu 40 börn lífið. Bandalagið baðst í gær afsökunar á þessum mistökum. Meira »

Stríðsglæpir af hálfu allra aðila

28.8. Allar stríðandi fylkingar í Jemen hafa jafnvel framið stríðsglæpi, segir í skýrslu rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni, sem er sú fyrsta sem nefndin birtir, er sjónum beint að mannskæðum loftárásum, hömlulausu kynferðislegu ofbeldi og herskráningu ungra barna. Meira »

Voru að flýja átök er þau létust

24.8. Mark Lowock, yfirmaður mannréttindamála Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árás hernaðarbandalags undir forystu Sádi-Araba á hafnarborgina Hudaydah í Jemen í gær. 22 börn hið minnsta og fjórar konur létust í árásinni. Meira »

Fengu sprengjuna frá Bandaríkjunum

18.8. Sprengjuna, sem varð fjörutíu börnum að bana í árás hernaðarbandalags undir forystu Sádi-Arabíu á markað í Jemen í síðustu viku, fengu sádiarabísk stjórnvöld keypta með samningi við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Meira »

Guterres vill „tafarlausa“ rannsókn

9.8. Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt til þess að „sjálfstæð og tafarlaus“ rannsókn verði gerð á loftrásinni í Jemen í morgun þar sem að minnsta kosti 29 börn voru drepin. Meira »

Voru á leið í skólann úr lautarferð

9.8. Árás á rútu við markað í Norður-Jemen fyrr í dag varð að minnsta kosti 29 börnum að bana. Hernaðarbandalag undir stjórn Sádi-Araba sætir nú enn frekari gagnrýni vegna árásarinnar, sem bandalagið segir þó hafa verið lögmætt svar við mannskæðri eldflaugaárás uppreisnarmanna í suðurhluta Sádi-Arabíu í gær. Meira »

Börn féllu í árás í Jemen

9.8. Mannskæð árás var gerð á rútu með börnum í norðurhluta Jemen í dag, að sögn Rauða krossins þar í landi. Sjónvarpsstöð húta, hóps sem er með yfirráð á svæðinu, segir að 39 hafi látist og 51 særst í árásinni, aðallega börn. Meira »

Árás á fjölmennan markað

18.7. Þrír almennir borgarar féllu og níu særðust í sprengjuárás á fjölmennan markað í suðvesturhluta Jemen.  Meira »

Öryggisráðið hafnar kröfu Svía

15.6. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ítrekaði í gær kröfu sína að stríðandi fylkingar í Jemen tryggi að höfninni borginni Hudaydah verði áfram haldið opinni. Öryggisráðið féllst hins vegar ekki á tillögu Svía um að ráðið krefjist þess að átökum á svæðinu verði hætt þegar í stað. Meira »

Öryggisráðið fundar vegna Jemens

14.6. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til viðræðna í kjölfar árásar stjórnarhers landsins á hafnarborgina Hodeida sem gegnt hefur lykilhlutverki í því að koma hjálpargögnum til almennra borgara í landinu. Meira »

Vilja fund í Öryggisráðinu vegna Jemen

13.6. Bresk stjórnvöld óskuðu í dag eftir fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árása hersveita stjórnvalda í Jemen á hafnarborgina Hudaydah. Hersveitir stjórnvalda njóta stuðnings Sádí-Arabíu, en Hudaydah, er undir stjórn uppreisnarmanna. Meira »

Hersveitir ráðast á Hudaydah

13.6. Hersveitir stjórnvalda í Jemen sem njóta stuðnings Sádí-Arabíu hafa hafið árás á hafnarborgina Hudaydah, sem er undir stjórn uppreisnarmanna. Meira »

Sýrlenskt góðgæti til styrktar Jemen

2.6. Þeir Talal Abo Khalil, ásamt Kinan Kadouni og fleiri vinum, buðu upp á sýrlenskt góðgæti í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og tóku í staðinn á móti framlögum í neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen. Meira »

Ljá stríðshrjáðum börnum rödd

9.5. „Rúðurnar í húsinu okkar titra. Við erum alltaf svo hrædd við sprengjur á morgnana. Ég get ekki einu sinni farið út að kaupa nammi,“ segir Ammar, sex ára, í myndband sem er hluti af neyðarátaki UNICEF fyrir börn í Jemen. Meira »

Tvær eldflaugar skotnar niður

9.5. Her Sádi-Arabíu skaut niður tvær eldflaugar yfir höfuðborginni Riyadh í morgun. Ríkisjónvarpið Al-Ekhbariya greindi frá þessu. Meira »

Macron ræði Jemen við krónprinsinn

4.4. Tíu alþjóðleg mannréttindasamtök skora á Emmanuel Macron Frakklandsforseta að þrýsta á Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, að láta af loftárásum í Jemen. Meira »

Börn féllu í loftárás

3.4. Börn voru í hópi þeirra sem létust í loftárás í hafnarborginni Hodeida í Jemen í gær samkvæmt upplýsingum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin segir að sjaldan hafi fleiri börn farist í árás í landinu. Meira »

Skutu niður flaugar húta

26.3. Sádi-arabíski herinn skaut, að eigin sögn, í gær niður sjö eldflaugar yfir landinu. Segir herinn uppreisnarmenn á yfirráðasvæðum húta í Jemen standa að baki árásunum. Meira »

Vara við öðrum kólerufaraldri í Jemen

26.3. UNICEF, barnahjálp Sameinuð þjóðanna, varar við að hætta sé á öðrum kólerufaraldri í Jemen í þessum mánuði. Rúmlega ein milljón barna sýktist af kóleru í landinu á síðasta ári vegna lélegs aðgengis að vatni og bólusetningu. Meira »

Orrustur ógna fornum bæ

5.3. Áður fyrr var bærinn Zabid höfuðborg Jemen og síðustu ár hefur hann verið þekktur fyrir merkilegan arkitektúr. Nú berjast íbúarnir fyrir lífi sínu innan fornra virkisveggjanna. Meira »