Jemen

Öryggisráðið hafnar kröfu Svía

15.6. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ítrekaði í gær kröfu sína að stríðandi fylkingar í Jemen tryggi að höfninni borginni Hudaydah verði áfram haldið opinni. Öryggisráðið féllst hins vegar ekki á tillögu Svía um að ráðið krefjist þess að átökum á svæðinu verði hætt þegar í stað. Meira »

Öryggisráðið fundar vegna Jemens

14.6. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til viðræðna í kjölfar árásar stjórnarhers landsins á hafnarborgina Hodeida sem gegnt hefur lykilhlutverki í því að koma hjálpargögnum til almennra borgara í landinu. Meira »

Vilja fund í Öryggisráðinu vegna Jemen

13.6. Bresk stjórnvöld óskuðu í dag eftir fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árása hersveita stjórnvalda í Jemen á hafnarborgina Hudaydah. Hersveitir stjórnvalda njóta stuðnings Sádí-Arabíu, en Hudaydah, er undir stjórn uppreisnarmanna. Meira »

Hersveitir ráðast á Hudaydah

13.6. Hersveitir stjórnvalda í Jemen sem njóta stuðnings Sádí-Arabíu hafa hafið árás á hafnarborgina Hudaydah, sem er undir stjórn uppreisnarmanna. Meira »

Sýrlenskt góðgæti til styrktar Jemen

2.6. Þeir Talal Abo Khalil, ásamt Kinan Kadouni og fleiri vinum, buðu upp á sýrlenskt góðgæti í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og tóku í staðinn á móti framlögum í neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen. Meira »

Ljá stríðshrjáðum börnum rödd

9.5. „Rúðurnar í húsinu okkar titra. Við erum alltaf svo hrædd við sprengjur á morgnana. Ég get ekki einu sinni farið út að kaupa nammi,“ segir Ammar, sex ára, í myndband sem er hluti af neyðarátaki UNICEF fyrir börn í Jemen. Meira »

Tvær eldflaugar skotnar niður

9.5. Her Sádi-Arabíu skaut niður tvær eldflaugar yfir höfuðborginni Riyadh í morgun. Ríkisjónvarpið Al-Ekhbariya greindi frá þessu. Meira »

Macron ræði Jemen við krónprinsinn

4.4. Tíu alþjóðleg mannréttindasamtök skora á Emmanuel Macron Frakklandsforseta að þrýsta á Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, að láta af loftárásum í Jemen. Meira »

Börn féllu í loftárás

3.4. Börn voru í hópi þeirra sem létust í loftárás í hafnarborginni Hodeida í Jemen í gær samkvæmt upplýsingum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin segir að sjaldan hafi fleiri börn farist í árás í landinu. Meira »

Skutu niður flaugar húta

26.3. Sádi-arabíski herinn skaut, að eigin sögn, í gær niður sjö eldflaugar yfir landinu. Segir herinn uppreisnarmenn á yfirráðasvæðum húta í Jemen standa að baki árásunum. Meira »

Vara við öðrum kólerufaraldri í Jemen

26.3. UNICEF, barnahjálp Sameinuð þjóðanna, varar við að hætta sé á öðrum kólerufaraldri í Jemen í þessum mánuði. Rúmlega ein milljón barna sýktist af kóleru í landinu á síðasta ári vegna lélegs aðgengis að vatni og bólusetningu. Meira »

Orrustur ógna fornum bæ

5.3. Áður fyrr var bærinn Zabid höfuðborg Jemen og síðustu ár hefur hann verið þekktur fyrir merkilegan arkitektúr. Nú berjast íbúarnir fyrir lífi sínu innan fornra virkisveggjanna. Meira »

Vopnasalar verða að taka ábyrgð

4.3. Lönd sem selja vopn til Sádi-Arabíu og þeirra bandamenn verða að svara fyrir þá „stríðsglæpi“ sem eru að eiga sér stað í Jemen, sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, við Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag. Forsetarnir ræddust við í síma vegna átakanna í Sýrlandi og í Jemen. Meira »

„Þeir geta ekkert farið“

20.2. „Þeir geta ekkert farið, ekkert flúið undan stríðinu,“ segir Arwa Ahmed Hussein Al-Fadhli um ástandið í Jemen. Hún hefur búið á Íslandi í áratug og segir líf sitt hafa byrjað er hún fékk hér ríkisborgararétt. Hún hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málefnum Jemen. Meira »

Aðskilnaðarsinnar blanda sér í átökin

29.1. Hernaðarbandalag sem Sádi-Arabar leiða í stríðinu í Jemen hvetja stríðandi fylkingar í hafnarborginni Aden til að setjast að samningaborðinu. Hvetur bandalagið ríkisstjórn landsins til að hlusta á kröfur aðskilnaðarsinna. Meira »

11,3 milljónir í sárri neyð

21.1. Sameinuðu þjóðirnar segja að þrjá milljarða bandaríkjadala þurfi til að mæta neyð íbúa Jemen. 11,3 milljónir Jemena þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda til að lifa af, segir í yfirlýsingu frá OCHA, Sam­ræm­ing­ar­skrif­stofu Sam­einuðu þjóðanna í mannúðar­mál­um. Meira »

Vannærð, veik og á vergangi

16.1. Meira en þrjár milljónir barna hafa fæðst í Jemen frá því stríðið braust út í mars 2015. „Heil kynslóð barna sem er að vaxa úr grasi í Jemen þekkir ekkert annað en ofbeldi. Börnin í Jemen hafa þurft að þola átakanlegar afleiðingar stríðs sem þau hafa ekkert vald yfir,“ segir Meritxell Relano, fulltrúi UNICEF. Meira »

Flugskeytið sannar aðkomu Írana

5.1. Sádi-Arabar segja flugskeyti sem skotið var yfir landamærin frá Jemen sanni að Íranar útvegi uppreisnarmönnum þar í landi vopn. Sádar fara fyrir hernaðarbandalagi sem styður stjórnarher Jemen í stríði gegn uppreisnarmönnum Húta. Meira »

Norðmenn stöðva vopnasölu

3.1. Norðmenn hafa lokað fyrir sölu vopna til Sameinuðu arabísku furstadæmanna vegna gruns um að vopnin séu notuð í stríðinu í Jemen. Meira »

Tugir féllu í loftárás í Jemen

28.12. Að minnsta kosti 68 féllu í loftárás í Jemen í dag. Árásin var gerð af hernaðarbandalagi sem Sádi-Arabar leiða í landinu gegn hópum uppreisnarmanna. Meira »

Stríð gegn börnum

26.12. Þegar rafmagnið fer af sjúkrahúsinu sem Elín Jakobína Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur starfar á í Jemen vinnur teymi hennar að skurðaðgerðum með höfuðljós og blæs súrefni handvirkt í sjúklinga. Átök hafa staðið í þúsund daga. Hörmungarástandið í Jemen á sér enga hliðstæðu í heiminum. Meira »

Milljón smitast af kóleru

21.12. Talið er að milljón tilfelli kóleru hafi nú greinst í hinu stríðshrjáða ríki Jemen að því er Rauði krossinn segir.   Meira »

Neita að hafa útvegað vopnin

20.12. Yfirvöld í Íran neita að hafa útvegað uppreisnarmönnum í Jemen vopn sem notuð voru í árás á Sádi-Arabíu líkt og yfirvöld í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum halda fram. Meira »

Skutu eldflaug til Riyadh

19.12. Hernaðarbandalagið sem berst gegn uppreisnarmönnum húta í Jemen segist hafa stöðvað för skotflaugar í borginni Riyadh í Sádi-Arabíu. Sádi-Arabar leiða bandalagið í hernaði sínum í Jemen. Meira »

Yfir 30 manns létust í loftárás í Jemen

13.12. Að minnsta kosti 30 manns létust í loftárás Sádi-Araba á fangelsi í borginni Sanaa í Jemen. Flestir hinna látnu eru fangar sem sátu þar inni. Í fyrri árásinni var ein álma hússins sprengd upp og freistuðust margir til að flýja en skömmu seinna var önnur loftárás gerð og gjöreyðilagði húsið. Meira »

26 féllu í loftárásum

10.12. Sádi-Arabar gerðu í dag loftárásir á þjálfunarbúðir uppreisnarmanna í Jemen, norðvestur af höfuðborginni Sanaa. Að minnsta kosti 26 féllu í árásinni úr röðum uppreisnarmannanna. Meira »

Náðu völdum í bæ við Rauðahaf

8.12. Stjórnvöld í Jemen hafa á ný náð yfirráðum yfir bæ við Rauðahafið þar sem uppreisnarmenn úr röðum Húta höfðu rænt völdum. Tugir féllu í átökunum, aðallega úr röðum uppreisnarmanna. Meira »

Með um 40 fréttamenn í haldi

6.12. Uppreisnarmenn í Jemen, sem hafa nú höfuðborgina Sanaa alfarið á sínu valdi, hafa hneppt yfir 40 fréttamenn í varðhald. Samtökin Fréttamenn án landamæra krefjast þess að fólkinu verði samstundis sleppt. Meira »

Ásakanir ganga á víxl milli Írana og Sáda

5.12. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu vilja að Jemen losni við „skæruliða studda af Írönum“. Þetta kom fram í fyrstu yfirlýsingu þeirra eftir að uppreisnarmenn Húta í landinu réðu fyrrverandi forseta landsins af dögum í gær. Meira »

Ástandið á eftir að versna

5.12. Á einni viku hafa að minnsta kosti 234 fallið í átökum í höfuðborg Jemen. Yfir 400 hafa særst að sögn starfsmanna Rauða krossins. Sprengjum hefur rignt úr lofti og skotum verið hleypt af skriðdrekum á götum borgarinnar sem breyst hafa í blóðugan vígvöll. Meira »