mbl | sjónvarp

Hafa aldrei heyrt um Skítamóral og Sóldögg

ÍÞRÓTTIR  | 11. janúar | 23:17 
„Vanalega er ég ekki plötusnúðurinn í klefanum en ég keypti mér nýjar græjur fyrir mótið,“ sagði Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við mbl.is á æfingu íslenska liðsins í Ólympíuhöllinni í München í gær.

„Vanalega er ég ekki plötusnúðurinn í klefanum en ég keypti mér nýjar græjur fyrir mótið,“ sagði Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við mbl.is á æfingu íslenska liðsins í Ólympíuhöllinni í München í gær.

Ísland mætir Serbíu í fyrsta leik sínum í C-riðli Evrópumótsins í München í dag en Svartfjallaland og Ungverjaland leika einnig í sama riðli.

Bjarki Már stýrði tónlistinni á æfingu íslenska liðsins í gær og var í miklu stuði þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn.

Með allt á hreinu í mótslok

„Ég er aðeins að reyna að kynna ungu strákana fyrir íslenskri tónlist og þess vegna er ég með hátalarann með mér núna,“ sagði Bjarki Már en um leið og hann hafði sleppt orðinu byrjaði lagið Svört Sól að óma með Sóldögg.

„Þeir hafa aldrei heyrt um þessi bönd, Sóldögg og Skítamóral, þannig að ég yfirheyri þá reglulega um það hver sé til dæmis að spila á bassann hjá Skítamóral og ég vonast til þess að þeir verði með þetta allt á hreinu þegar mótið er búið,“ sagði Bjarki Már meðal annars en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Loading