mbl | sjónvarp

Faðir Arons: Þetta er alltaf strákurinn okkar

ÍÞRÓTTIR  | 12. janúar | 16:14 
„Þetta er alltaf strákurinn okkar,“ sagði Pálmar Sigurðsson, faðir landsliðsfyrirliðans og handboltakappans Arons Pálmarssonar, í samtali við mbl.is á Hof­bräu­haus í München í dag.

„Þetta er alltaf strákurinn okkar,“ sagði Pálmar Sigurðsson, faðir landsliðsfyrirliðans og handboltakappans Arons Pálmarssonar, í samtali við mbl.is á Hof­bräu­haus í München í dag.

Ísland mætir Serbíu í upphafsleik sínum í C-riðli Evrópumóts karla í handknattleik í Ólympíuhöllinni í München klukkan 17 en leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

https://www.mbl.is/sport/em_handbolta/2024/01/12/island_serbia_kl_17_bein_lysing/

Elsa Hrönn Reynisdóttir, móðir Bjarka Más Elíssonar, Danny Tobar Valencia, bróðir Stivens Tobar Valencia, Arn­dís Heiða Ein­ars­dótt­ir og Pálmar Sigurðsson foreldrar landsliðsfyrirliðans Arons Pálmarssonar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, móðir Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, voru öll mætt á Hof­bräu­haus til þess að hita upp fyrir landsleikinn.

Þau ræddu við mbl.is um möguleika Íslands gegn Serbíu og hvernig það væri að fylgjast með fjölskyldumeðlimum sínum úr stúkunni.

Loading