mbl | sjónvarp

„Þá þurfum við nýja ríkisstjórn“

ÍÞRÓTTIR  | 13. janúar | 17:15 
„Ég er hér í einu verkefni hér og það er áfram Ísland,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og móðir Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, í samtali við mbl.is á Hofbrähaus í München í gær.

„Ég er hér í einu verkefni hér og það er áfram Ísland,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og móðir Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, í samtali við mbl.is á Hofbrähaus í München í gær.

Þorgerður var mætt ásamt fjölda Íslendinga á staðinn þar sem hitað var upp fyrir landsleik Íslands og Serbíu í C-riðli Evrópumóts karla í handknattleik í Ólympíuhöllinni í München en leiknum lauk með jafntefli, 27:27.

„Svo er það hinn boltinn og það er að vera með pólitík heima sem virkar! Þá þurfum við nýja ríkisstjórn og þar verður Viðreisn,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við mbl.is þegar hún var spurð að því hvort hún hefði íhugað það að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.

Næsti leikur Íslands á Evrópumótinu verður gegn Svartfjallalandi í Ólympíuhöllinni í München og ætla Íslendingar að hittast aftur á Hofbräuhaus og hita sig upp fyrir leikinn.

Loading