mbl | sjónvarp

Alltaf með eitthvað í eyrunum

FÓLKIÐ  | 15. febrúar | 13:40 
Söngkonan Fríd flutti tvö lög í síðasta bingóþætti hjá þeim Sigga Gunnars og Evu Ruzu. Fríd er 27 ára gömul söngkona á uppleið. Hún segist aldrei gefa sér tíma í að horfa á bíómyndir en hlustar óeðlilega mikið á hlaðvarpsþætti.

Söngkonan Fríd flutti tvö lög í síðasta bingóþætti hjá þeim Sigga Gunnars og Evu Ruzu. Fríd frumflutti nýjan smell í þættinum sem nefnist I Thought You Were Falling Too en lagið er nú komið á allar helstu streymisveitur. 

Fríd svaraði nokkrum spurningum áður en hún flutti tónlistaratriði sín í þættinum. Sagðist hún til að mynda lýsa sjálfri sér sem metnaðarfullri, jákvæðri og hamingjusamri manneskju. Þá sagðist hún aldrei gefa sér tíma til þess að horfa á bíómyndir, þess í stað sé hún alltaf með eitthvað í eyrunum - þá aðallega hlaðvarpsþætti.

„Ég sofna með „podcöst“ og vakna með „podcöst“ og er allan daginn með eitthvað í gangi,“ sagði söngkonan Fríd. Myndskeiðið má nálgast í spilaranum hér að ofan.

Sigfríð Rut Gyrðisdóttir, eða Fríd eins og hún kallar sig, hefur verið á mikilli uppleið í íslensku tónlistarsenunni undanfarið. Heimsfaraldurinn hefur þó sett strik í reikninginn hjá Fríd eins og mörgum öðrum tónlistarmönnum en hún hefur nýtt tímann vel og ætlar að gefa út nýja breiðskífu von bráðar.  

Bingó, bingó, bingó

Bingófjörið með þeim Sigga Gunnars og Evu Ruzu í brúnni heldur áfram annað kvöld. Bein útsending hefst á slaginu 19.00 hér á mbl.is og á rás 9 á sjónvarpi Símans. Leikreglur, bingóspjöld og upplýsingar um vinninga má nálgast hér. Allir sem fá BINGÓ fá vinning.

VERTU MEÐ! 

Loading