mbl | sjónvarp

„Ég á kærasta sem er með miklar skoðanir sem er mjög gott“

SMARTLAND  | 15. desember | 10:13 
„Við vorum alls ekki sammála. Ég á kærasta sem er með miklar skoðanir sem er mjög gott,“ segir Sylvía og nefnir að það hafi hafi tekið óratíma að finna sófa í stofuna og hún hafi verið farin að óttast að þau þyrftu að sitja á gólfinu.

Söngkonan, frumkvöðullinn og sjónvarpsstjarnan, Sylvía Erla Melsteð, keypti íbúð með kærasta sínum, Róberti Frey Samaniego, fyrir fjórum árum. Þau féllu fyrir íbúðinni vegna hnotuinnréttinganna og karmalausu hurðanna. Sylvía er gestur Heimilislífs þessa vikuna þar sem hún sýnir áhorfendum sinn töfrandi jólaheim.

„Það var eitthvað við þessa íbúð sem var svo mikið heima,“ segir Sylvía þegar hún er spurð að því hvers vegna þessi íbúð hafi orðið fyrir valinu. 

Íbúðin var með innréttingum þegar þau keyptu hana og það sem Sylvíu og Róberti fannst heillandi var hvað hún var vel skipulögð og hlýleg. Aðspurð að því hvort þau hafi verið sammála um hvernig heimilið ætti að líta út segir hún svo ekki vera þótt þau séu mjög lík í eðli sínu. 

„Við vorum alls ekki sammála. Ég á kærasta sem er með miklar skoðanir sem er mjög gott,“ segir Sylvía og nefnir að það hafi hafi tekið óratíma að finna sófa í stofuna og hún hafi verið farin að óttast að þau þyrftu að sitja á gólfinu. 

„Þetta er sófi úr Snúrunni og heitir Bolia. Við erum mjög ánægð með hann. Við gerðum dauðaleit af honum,“ segir hún. 

Loading