Karitas sigraði í Voice Ísland

FÓLKIÐ  | 3. febrúar | 22:20 
Karitas Harpa Davíðsdóttir vann aðra þáttaröð The Voice Ísland. Hún söng lagið My Love með Sia og gerði það með glæsibrag, eins og sjá má í myndskeiðinni sem fylgir fréttinni.

Karitas Harpa Davíðsdóttir vann aðra þáttaröð The Voice Ísland. Hún söng lagið My Love með Sia og gerði það með glæsibrag, eins og sjá má í myndskeiðinni sem fylgir fréttinni.

„Þetta er öðruvísi en það sem ég hef verið að gera hingað til í þáttunum, rólegt ballöðulag,“ segir Karitas sem var ákveðin í að sýna á sér aðrar hliðar í úrslitaþættinum.

„Mér fannst svo gaman að sjá þessa hlið á henni. Bravó, þvílíkur flutningur! Ég fór með þér á eitthvað ferðalag, þetta var draumkennt og bara til hamingju með þetta., Ég vil sjá meira af þessu þar sem maður sér sálina og þú ert bara að hella úr henni,“ sagði þjálfarinn Svala Björgvins um flutninginn.

Salka Sól þjálfari Karitasar var hæstánægð með sína konu. „Maður þarf ekki alltaf að vera töffari til að vera flottur hérna, þú deliveraðir þannig að salurinn stóð upp og allir fundu þetta. Á æfingunni í vikunni vorum við öll grátandi eftir flutninginn og ég aftur í kvöld.“

Karitas var greinilega í skýjunum með úrslitin, eins og sjá má í myndskeiðinu:

 

 


Netverjar lágu ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn á Twitter:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þættir