„Blendnar tilfinningar“

ÍÞRÓTTIR  | 9. mars | 23:25 
Ólafur Helgi Jónsson skoraði 16 stig fyrir Þór Þorlákshöfn í 83:70 sigri á uppeldisfélagi hans Njarðvík í lokaumferð Dominos-deildarinnar í körfubolta í kvöld.

Ólafur Helgi Jónsson skoraði 16 stig fyrir Þór Þorlákshöfn í 83:70 sigri á uppeldisfélagi hans Njarðvík í lokaumferð Dominos-deildarinnar í körfubolta í kvöld. 

„Við vildum gera betur en í fyrra en þá var 5. sætið niðurstaðan hjá Þór,“ sagði Ólafur meðal annars í samtali við mbl.is í Þorlákshöfn í kvöld en Þór hafnaði aftur í 5. sæti. Liðið mætir Grindavík í 8-liða úrslitum en Grindavík hafnaði í 4. sæti. 

„Við erum náttúrulega búnir að spila þrisvar á móti þeim og vinna tvo þeirra. Þetta verða bara hörkuleikir. Þeir leikir skipta svo sem engu máli núna. Það er gömul saga og ný að úrslitakeppnin er ný keppni. Svoleiðis er það bara,“ sagði Ólafur einnig en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Þættir