Sem betur fer búið að breyta þessu

ÍÞRÓTTIR  | 19. mars | 22:15 
Pétur Rúnar Birgisson, bakvörður Tindastóls, prísaði sig sælan að breytingar skuli hafa verið gerðar á fyrirkomulagi úrslitakeppninnar í körfubolta fyrir nokkrum árum en áður þurfti aðeins tvo sigra til að komast í gegnum fyrstu umferð.

Pétur Rúnar Birgisson, bakvörður Tindastóls, prísaði sig sælan að breytingar skuli hafa verið gerðar á fyrirkomulagi úrslitakeppninnar í körfubolta fyrir nokkrum árum en áður þurfti aðeins tvo sigra til að komast í gegnum fyrstu umferð. Það er skiljanlegt þar sem Tindastólsmenn væru komnir í sumarfríið ef ekki hefði verið fyrir breytingarnar. 

Tindastóll mátti sætta sig við tap í Keflavík í kvöld, 86:80, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum. Pétur sagði sína menn vissulega komna í holu þar sem þeir eru 2:0 undir gegn Keflavík í einvíginu og mega ekki misstíga sig í þeim leikjum sem eftir eru. Pétur sagðist handviss um það að Tindastólsmenn ættu eftir að koma til Keflavíkur í þessari seríu á ný.

Þættir