Ber mikla virðingu fyrir þessu liði

ÍÞRÓTTIR  | 5. apríl | 21:40 
„Já það má kannski segja að Snæfells-liðið hafi verið of stór biti fyrir okkur,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap gegn Snæfelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld.

„Já það má kannski segja að Snæfells-liðið hafi verið of stór biti fyrir okkur,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap gegn Snæfelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld.

„Ég ber mikla virðingu fyrir þessu liði. Leikmenn liðsins eru fastir fyrir, eru góðir í körfubolta, eru vel þjálfaðir og reynslumiklir. Ég er með flottar stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref margar hverjar,“ sagði Pétur Már en allt viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Snæfell hafði betur í einvíginu, 3:0, og mætir Keflavík eða Snæfelli í úrslitaeinvíginu.

Þættir