„Ég gæti ekki verið stoltari“

ÍÞRÓTTIR  | 6. apríl | 19:40 
„Tólf, pottþétt!“ sagði Jónas Breki Magnússon, einn reyndasti landsliðsmaður Íslands í íshokkí, þegar mbl.is spurði hvernig honum liði á skalanum 1-10 eftir sögulegan fyrsta sigur Íslands, 2:0, gegn Rúmeníu á HM.

„Tólf, pottþétt!“ sagði Jónas Breki Magnússon, einn reyndasti landsliðsmaður Íslands í íshokkí, þegar mbl.is spurði hvernig honum liði á skalanum 1-10 eftir sögulegan fyrsta sigur Íslands, 2:0, gegn Rúmeníu á HM.

Sjá: Sögulegur sigur Íslands á Rúmeníu

„Það eru ekki margir sem trúðu því að við myndum vinna Rúmeníu, en allir börðust fyrir því og trúðu því að við gætum gert þetta. Og við gerðum það bara – rokk og ról!“ sagði Jónas Breki. Hann staðfesti jafnframt að þetta væri síðasta mótið hans með landsliðinu.

 „Það er pottþétt. Ég er orðinn mjög gamall og allur í drasli. Það er gaman að vera núna í síðasta skiptið með landsliðinu og vinna Rúmeníu sem við höfum aldrei gert áður. Hvað eru margir sem trúðu því?“ sagði Jónas Breki.

Hann sýndi svo mbl.is skemmtilega hefð sem hefur skapast hjá liðinu og útskýrði hana í meðfylgjandi myndskeiði þar sem nánar er rætt við Jónas Breka.

Hann endaði svo viðtalið á sinn einstaka hátt.

Þættir