Erum að spila frábæra vörn

ÍÞRÓTTIR  | 27. apríl | 21:30 
Ingvi Guðmundsson leikmaður Grindvíkinga kom inn á af bekknum undir lok leiks í kvöld gegn KR og setti niður afar mikilvægan þrist á ögurstundu fyrir Grindavík. Þrist sem fór nokkuð langt með það að slökkva í öllum vonum KR um að lyfta sínum fjórða Íslandsmeistaratitli á jafnmörgum árum.

Ingvi Guðmundsson leikmaður Grindvíkinga kom inn á af bekknum undir lok leiks í kvöld gegn KR og setti niður afar mikilvægan þrist á ögurstundu fyrir Grindavík. Þrist sem fór nokkuð langt með það að slökkva í öllum vonum KR um að lyfta sínum fjórða Íslandsmeistaratitli á jafnmörgum árum.

Ingvi sagði að hann hafi hingað til verið svolítið að klúðra í þessu einvígi og vildi koma inn á og sýna hvað í honum býr. Hann sýndi það svo sannarlega og gott veganesti fyrir þennan unga leikmann þegar hann mætir í DHL-höllina í oddaleik.

Þættir