Ekki sjálfgefið að fá þrjú stig hér

ÍÞRÓTTIR  | 30. apríl | 20:55 
„Þetta var alls ekki sjálfgefið, það er erfitt að koma hingað og ég er ánægður með að sækja þrjú stig á Skagann,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir 4:2 sigur á ÍA á Skipaskaga í kvöld.

„Þetta var alls ekki sjálfgefið, það er erfitt að koma hingað og ég er ánægður með að sækja þrjú stig á Skagann,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir 4:2 sigur á ÍA á Skipaskaga í kvöld.

Heimir hélt sig við 3-4-3 leikkerfið þrátt fyrir að lítið sé um miðverði í liðinu sem stendur. „Það hefði mátt vera meira samspil milli varnar og miðju hjá okkur, við vörðumst stundum á of fáum leikmönnum.

Ég er virkilega ánægður með hvernig við hélum alltaf áfram, þó við lentum undir og það er mjög fínt,“ sagði Heimir.

Þættir