Komum til að sækja sigur

ÍÞRÓTTIR  | 1. maí | 19:45 
„Við komum hingað til að sækja sigur og það tókst,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, eftir 3:1 sigur liðsins á Blikum í Kópavogi í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

„Við komum hingað til að sækja sigur og það tókst,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, eftir 3:1 sigur liðsins á Blikum í Kópavogi í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

„Ég held það hafi sést alveg frá fyrstu sekúndu að við vorum alveg tilbúnir í leikinn, ekki bara leikmenn heldur áhorfendurnir okkar líka. Við erum búnir að bíða eftir þessu í ein þrettán ár og ég er mjög ánægður með hvernig menn lögðu sig alla fram,“ sagði þjálfarinn.

„Það hafa allir verið mjög spenntir síðustu daga og beðið eftir leiknum. Nú eru fyrstu þrjú stigin komin í hús í efstu deild og við munum halda áfram og förum í alla leiki til að sækja sigur,“ sagði Tufegdzic.

 

Þættir