„Með því mesta sem maður hefur séð“

INNLENT  | 14. júní | 15:12 
„Þetta er með því mesta sem maður hefur séð svona nálægt okkur,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu um brunann í London í nótt. Hann segir jafnframt að eitthvað eigi eftir að útskýra hraða útbreiðslu eldsins og að mögulega verði það eitthvað sem komi fólki á óvart.

„Þetta er með því mesta sem maður hefur séð svona nálægt okkur,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu um brunann í London í nótt. Hann segir jafnframt að eitthvað eigi eftir að útskýra hraða útbreiðslu eldsins og að mögulega verði það eitthvað sem komi fólki á óvart.

Mjög umhugsunarvert sé að bent hafi verið á of fáar flóttaleiðir og ófullnægjandi brunavarnir í húsinu og ítrekar mikilvægi þeirra og að ábendingum eftirlitsaðila sé fylgt eftir.

mbl.is ræddi við Jón Viðar um brunann í London.

Þættir