Súrsætt að vera í stúkunni

ÍÞRÓTTIR  | 22. júlí | 11:30 
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu kvenna frá upphafi, neyðist til þess að fylgjast með liðsfélögum sínum í landsliðinu af hliðarlínunni í lokakeppni EM í Hollandi þar sem hún sleit krossband í hné með félagsliði sínu, Val, í leik gegn Haukum fyrr í sumar. Margrét Lára ræddi við mbl.is um þær tilfinningar sem bærast um í brjósti hennar þessa stundina á meðan lokakeppni EM stendur yfir.

Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu kvenna frá upphafi, neyðist til þess að fylgjast með liðsfélögum sínum í landsliðinu af hliðarlínunni í lokakeppni EM í Hollandi þar sem hún sleit krossband í hné með félagsliði sínu, Val, í leik gegn Haukum fyrr í sumar.

Margrét Lára skoraði fimm mörk í þeim átta leikjum sem hún lék fyrir íslenska liðið í undankeppni EM og átti ríkan þátt í því að tryggja íslenska liðinu sæti í lokakeppni EM. Það urðu augljóslega mikil vonbrigði fyrir hana þegar hún fékk þær fregnir skömmu fyrir lokakeppni EM að hún gæti ekki tekið þátt í sinni þriðju lokakeppni EM. 

Margrét Lára ræddi við mbl.is um þær tilfinningar sem bærast um í brjósti hennar þessa stundina á meðan lokakeppni EM stendur yfir.

Þættir