Strákarnir unnu aftur (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 4. september | 21:40 
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann í dag annan sigur sinn gegn Wales, en þjóðirnar hafa tvívegis mæst í vináttuleikjum síðustu daga.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann í dag annan sigur sinn gegn Wales, en þjóðirnar hafa tvívegis mæst í vináttuleikjum síðustu daga.

Á laugardag vann Ísland 4:0 þar sem þeir Stefán Alexander Ljubicic og Guðmundur Andri Tryggvason skoruðu báðir tvö mörk.

Í dag var það svo Ástbjörn Þórðarson sem skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri, en hann skallaði þá aukaspyrnu Kolbeins Birgis Finnssonar í netið eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir