„Liðin afhjúpa veikleikana“

ÍÞRÓTTIR  | 5. september | 12:55 
Leikstjórnandinn Elvar Már Friðriksson skoraði 9 stig gegn Slóveníu á EM í Helsinki í dag. Slóvenía, með leikstjórnandann Goran Dragic í fylkingarbrjósti, sigraði 102:75 og hefur liðið unnið alla fjóra leiki sína til þessa.

Leikstjórnandinn Elvar Már Friðriksson skoraði 9 stig gegn Slóveníu á EM í Helsinki í dag. Slóvenía, með leikstjórnandann Goran Dragic í fylkingarbrjósti, sigraði 102:75 og hefur liðið unnið alla fjóra leiki sína til þessa. 

„Hann er einn besti leikstjórnandi í heiminum og því var gríðarleg reynsla fyrir mig að kljást við Dragic. Maður sá af hverju hann er svona góður því hann hefur ýmsa eiginleika sem eru ótrúlegir,“ sagði Elvar meðal annars þegar mbl.is tók hann tali í Hartwall-höllinni. 

Spurður um hvernig gangi að halda andanum í lagi í landsliðshópnum í því mótlæti sem verið hefur á EM sagði Elvar það ganga ágætlega.

„Það gengur ágætlega. Við erum þétt liðsheild og stöndum saman burt séð frá því hvað bjátar á. Við vissum fyrir fram að þetta væri gríðarlega sterkur riðill. Í körfubolta er erfitt að fela veikleikana. Þessi lið afhjúpa veikleikana og refsa um leið,“ sagði Elvar einnig en viðtalið við hann í heild sinni er að fylgja í meðfylgjandi myndskeiði. 

Þættir