Drukknuðu á flóttanum frá Búrma

ERLENT  | 6. september | 7:43 
Að minnsta kosti fimm börn drukknuðu þegar nokkrir bátar með flóttafólki úr hópi rohingja fórust skammt fyrir utan strönd Bangladess.

Að minnsta kosti fimm börn drukknuðu þegar nokkrir bátar með flóttafólki úr hópi rohingja fórust skammt fyrir utan strönd Bangladess. Fólkið var að flýja frá Búrma.

Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, gagnrýnir harkalega villandi upplýsingar um Rakhine-fylki í norðvesturhluta landsins og segir að allir íbúar fylkisins njóti verndar stjórnvalda. Þetta kom fram í máli Suu Kyi í símtali við forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan.

Yfir 123 þúsund rohingja-múslimar hafa flúið fylkið yfir til Bangladess á undanförnum tveimur vikum. Rohingja-múslimar eru landlausir og hefur verið neitað um ríkisborgararétt og þegnréttindi í Búrma. Þá er þeim meinað um aðgang að heilbrigðis- og menntakerfi landsins þrátt fyrir að hafa búið þar mann fram af manni.

 

Þættir