Hér mætir Ísland liði Tékklands

ÍÞRÓTTIR  | 24. október | 1:40 
Í meðfylgjandi myndskeiði getur að líta leikvanginn þar sem Ísland mætir Tékklandi í leiknum mikilvæga í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu í dag.

Í meðfylgjandi myndskeiði getur að líta leikvanginn þar sem Ísland mætir Tékklandi í leiknum mikilvæga í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu í dag.

Leikurinn fer fram í bænum Znojmo í Tékklandi sem er nærri landamærum Tékklands og Austurríkis. Hefst leikurinn klukkan 16 að íslenskum tíma og 18 að staðartíma.

KSÍ á ekki von á nema örfáum íslenskum áhorfendum ef mið er tekið af fjölda þeirra sem haft hafa samband við sambandið vegna leiksins.

Leikvangurinn er nokkuð opinn fyrir vindum og því gætu aðstæður orðið nokkuð nærri því sem íslenskir leikmenn eru vanir. Fremur svalt hefur verið í Znojmo síðustu daga. 

Þættir