Snjóflóðin sem tóku 12 líf

INNLENT  | 13. nóvember | 16:08 
Það var tilfinningaþrungin stund í Egilsbúð á Norðfirði í gærkvöldi þegar heimildarmynd um snjóflóðin í Neskaupstað árið 1974 var sýnd fyrir fullu húsi. Myndin heitir Háski - Fjöllin rumska og er framleidd af Þórarni Hávarðssyni sem er Norðfirðingur og var 12 ára þegar snjóflóðin mannskæðu féllu.

Það var tilfinningaþrungin stund í Egilsbúð á Norðfirði í gærkvöldi þegar heimildarmynd um snjóflóðin í Neskaupstað árið 1974 var sýnd fyrir fullu húsi. Myndin heitir Háski - Fjöllin rumska og er framleidd af Þórarni Hávarðssyni sem er Norðfirðingur og var 12 ára þegar snjóflóðin mannskæðu féllu.

Í myndskeiðinu má sjá brot úr myndinni þar sem rætt er við fólk sem var á staðnum en einnig er sýnt frá frumsýningunni í gær og rætt við sýningargesti.

Myndin verður sýnd í Laugarásbíói á næstunni en hægt er að kynna sér hana betur hér.

„Þetta var erfitt verk­efni, það tók á að taka viðtöl­in. Sitja með fólk­inu og reyna að halda and­lit­inu,“ sagði Þór­ar­inn Há­v­arðsson fram­leiðandi myndarinnar, í samtali við Morgunblaðið.

Þór­ar­inn er Norðfirðing­ur og var 12 ára þegar snjóflóðin mann­skæðu féllu. At­b­urðirn­ir standa hon­um því nærri. Hann gerði heim­ild­ar­mynd um sjó­slys­in í Vöðla­vík með góðum hópi fólks fyr­ir nokkr­um árum, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

„Eft­ir það höf­um við oft verið spurðir að því hvað við ætluðum að gera næst. Alltaf kom hug­mynd­in um snjóflóðin upp. Eft­ir mikl­ar vanga­velt­ur ákváðum við að skoða málið. Ég vissi frá upp­hafi að þetta yrði mikið og viðkvæmt viðfangs­efni sem þyrfti að nálg­ast af virðingu og nær­gætni,“ seg­ir Þór­ar­inn.

Þættir