Fyrsti bikarmeistaratitill Arnars

ÍÞRÓTTIR  | 10. mars | 18:35 
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, sagði betra liðið hafa unnið þegar ÍBV hafði betur gegn Fram 35:27 í úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik í Laugardalshöll í dag en sagðist bera mikla virðingu fyrir Frömurum.

Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, sagði betra liðið hafa unnið þegar ÍBV hafði betur gegn Fram 35:27 í úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik í Laugardalshöll í dag en sagðist bera mikla virðingu fyrir Frömurum. 

Arnar var sigursæll með Haukum á Íslandsmótinu á sínum leikmannaferli en varð þó aldrei bikarmeistari og fagnaði í fyrsta skipti sigri í bikarkeppninni í dag. 

„Við héldum skipulagi allan tímann og vorum heilt yfir betri en þeir í dag. Við erum eflaust eilítið betri en þeir, það verður að segjast alveg eins og er. Framararnir eru samt ógeðslega flottir og óútreiknanlegir. Þeir eru gríðarlega vel þjálfaðir. Ég hef svo sem sagt það áður en mér finnst Gummi Páls vera einn fremsti þjálfari sem við Íslendingar eigum í dag enda er hann að gera frábæra hluti með Fram. Það sem réði úrslitum líklega er að við höfðum aðeins meiri gæði í okkar liði“ sagði Arnar þegar mbl.is ræddi við hann í Laugardalshöllinni. 

Viðtalið við Arnar í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.  

„Þetta er forréttindi“

„Ég er virkilega stoltur“

„Þetta var skrítið“

 

Þættir