„Ekki talað við okkur“

INNLENT  | 10. apríl | 15:50 
„Við upplifum að það sé ekki talað við okkur,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin stóðu fyrir fjölmennum mótmælum við Velferðarráðuneytið í dag til að hvetja stjórnvöld til að tryggja framtíð Hugarafls. Mótmælin voru þögul en það er ljóst að fólk á mikið undir starfinu.

„Við upplifum að það sé ekki talað við okkur,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin stóðu fyrir fjölmennum mótmælum við Velferðarráðuneytið í dag til að hvetja stjórnvöld til að tryggja framtíð Hugarafls. Mótmælin voru þögul en það er ljóst að fólk á mikið undir starfinu.

„Mér finnst Hugarafl það besta sem fyrirfinnst í íslenskri geðheilbrigðisþjónustu í dag og það er verið að stofna lífi þess í hættu,“ segir Páll Ármann sem mættur var til að sýna samstöðu með samtökunum.

mbl.is var í Skógarhlíðinni í dag.

Fyrir ári síðan var mjög svipuð staða uppi á teningnum og þá heimsóttum við Hugarafl í Borgartúni áður en farið var að ráðuneytinu.

 Þættir