Verðum að læra af þessu

ÍÞRÓTTIR  | 7. maí | 23:50 
Sindri Ólafsson, markvörður Keflvíkinga, hafði kannski ekkert mikið að gera í kvöld þegar lið hans mætti Grindavík í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Sindri Ólafsson markvörður Keflvíkinga hafði kannski ekkert mikið að gera í kvöld þegar lið hans mætti Grindavík í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

En Sindri fékk á sig tvö mörk og að sjálfsögðu var hann alls ekki sáttur með tap, 0:2. Sindri sagði sína menn hafa varist vel en svo hafi þessi aukaspyrna komið og endað í fanginu á Grindvíkingum. Meginatriðið var að liðið læri af þessu og það var einmitt vendipunktur ræðu þjálfarans eftir leik að sögn Sindra. 

Viðtalið í heild má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir