Skaut smá á Rúrik

ÍÞRÓTTIR  | 19. júní | 8:25 
„Ég gerði rosalega lítið. Ég var bara á hótelinu og reyndi að soga aftur í mig orkuna,“ sagði landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon í samtali við mbl.is fyrir æfingu íslenska landsliðsins í knattspyrnu í Kabardinka í Rússlandi í morgun.

Ég gerði rosalega lítið. Ég var bara á hótelinu og reyndi að soga aftur í mig orkuna,“ sagði landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon í samtali við mbl.is fyrir æfingu íslenska landsliðsins í knattspyrnu í Kabardinka í Rússlandi í morgun.

Landsliðsmennirnir fengu frí í gær þar sem þeim gafst kostur á að hlaða batteríin eftir leikinn erfiða við Argentínu á laugardaginn en á föstudaginn verður andstæðingurinn lið Nígeríu þegar þjóðirnar mætast í Volgograd.

„Sumir nýttu tímann til að fara að hjóla. Það var gaman að fá strákana í Mið-Íslandi upp á hótel til okkar í gær. Það var mjög óvænt. Víðir tók leiksigur þar sem hann bar á sig sólarvörn í klukkutíma og sagði okkur hvernig við ættum að gera það. Hann skaut smá á Rúrik líka og svo komu drengirnir úr Mið-Íslandi og þá byrjuðu menn að brosa,“ sagði Hörður Björgvin.

„Leikurinn við Argentínu tók sinn toll, fyrsti leikur á HM sem var mjög erfiður. Auðvitað vorum við þreyttir eftir leikinn en það er ekkert sem við kvörtum yfir. Við erum allir í góðu standi og erum tilbúnir fyrir næsta leik sem er á móti Nígeríu. Persónulega var það ekkert fyrir mig að komast aftur niður á jörðina eftir Argentínuleikinn. Þetta var leikur ellefu á móti ellefu og þetta gekk vel og við náðum góðum úrslitum.

Nú er bara hafinn undirbúningur fyrir leikinn á móti Nígeríu sem er spilandi gott lið. Við sjáum að við getum strítt þeim. Það verður mikill hiti þegar leikurinn fer fram. Þeir eru vanir því að spila í slíkum aðstæðum og þeir munu ekki gefast svo léttilega upp.“

Sjá allt viðtalið við Hörð Björgvin í spilaranum hér að ofan.

Þættir