Tónleikagestir mæti með regnhlífarnar

INNLENT  | 21. June | 13:16 
Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í fimmta sinn nú um helgina. Búist er við að um 15 þúsund tónleikagestir sæki hátíðina og þar af fjölmargir erlendir gestir. Hátíðin hefst með trompi í kvöld þar sem m.a. velska rokktónlistargoðsögnin Bonnie Tyler stígur á svið.

Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í fimmta sinn í Laugardal nú um helgina. Búist er við að um 15 þúsund tónleikagestir sæki hátíðina og þar af fjölmargir erlendir gestir.

Hátíðin hefst með trompi í kvöld þar sem m.a. velska rokktónlistargoðsögnin Bonnie Tyler stígur á svið en auk hennar munu vel á annað hundrað listamenn og hljómsveitir koma fram á hátíðinni. Því er ljóst að af nægu er að taka en sannkölluð götuhátíðarstemning verður í Laugardal um helgina þar sem fjölskyldudagskrá verður á hátíðinni, matarvagnar verða á svæðinu og leikur Íslands og Nígeríu verður sýndur á risaskjá.

Veðurspáin er ekki með besta móti fyrir helgina, en spáð er rigningu í dag, laugardag og sunnudag. Björn Teitsson, fjölmiðlafulltrúi Secret Solstice, telur þó að gestir hátíðarinnar láti rigningu ekki á sig fá. Þá sé aðeins um að gera að draga fram regnhlífar og bomsur.

Enn er hægt að tryggja sér miða á hátíðina en auk þess er hægt að kaupa eingöngu miða á opnunarkvöld hátíðarinnar í kvöld.

Þættir