Ekki fordæma heldur sýna skilning

ERLENT  | 27. ágúst | 8:40 
Frans páfi segir að foreldrar barna með samkynhneigðar kenndir eigi ekki að fordæma börn sín né heldur virða þau að vettugi. Heldur sé það þeirra hlutverk að sýna börnum sínum skilning og styðja þau í að fá aðstoð fagfólks.

Frans páfi ráðleggur foreldrum að fá geðræna aðstoð fyrir börn sem eru samkynhneigð. Þetta kom fram í máli páfa er hann svaraði spurningum blaðamanna er hann fór frá Írlandi til Rómar í gær.

Blaðamaður spurði páfa hvað hann myndi segja við foreldra sem verða varir við að börn þeirra sýni merki um samkynhneigð. Páfi sagði að hann myndi mæla með því að foreldrar fordæmdu ekki börn sín heldur ræði við þau og biðji. Að gefa börnum sínum, syni eða dóttur, rými og skilning. 

Að sögn Frans páfa eiga foreldrar einnig að hafa aldur barna sinna í huga. Ef um barn er að ræða getur geðhjálp komið að miklu gagni við að uppfræða. Hann hvetur foreldra til þess að forðast að þagga þetta niður. 

„Að virða son eða dóttur, sem sýnir hneigðir sem benda til þess að viðkomandi sé samkynhneigður, að vettugi er skekkja í föður- eða móðurhlutverki.“

Frétt

 

Þættir