Bernstein-uppsetning í Tjarnarbíói

FÓLKIÐ  | 25. október | 16:22 
Það er ekki á hverjum degi sem verk eftir bandaríska tónskáldið Leonard Bernstein eru sett upp hér á landi en það gerist nú um helgina þegar djass-óperan Trouble in Tahiti verður frumsýnd í Tjarnarbíói. Uppsetningin er liður í Óperudögum í Reykjavík og mbl.is leit inn á æfingu í vikunni.

Það er ekki á hverjum degi sem verk eftir bandaríska tónskáldið Leonard Bernstein eru sett upp hér á landi en það gerist nú um helgina þegar djass-óperan Trouble in Tahiti verður frumsýnd í Tjarnarbíói. Uppsetningin er liður í Óperudögum í Reykjavík og mbl.is leit inn á æfingu í vikunni.

Þetta er í fyrsta skipti sem verkið er sett upp hér á landi en það er Pálína Jónsdóttir sem leikstýrir. Í myndskeiðinu er rætt við Pálínu ásamt þeim Aroni Axel Cortes og Ásu Fanneyju Gestsdóttur sem fara með aðalhlutverkin. 

Verkið, sem var frumsýnt snemma á sjötta áratugnum, er háðsádeila á efnishyggjuna sem Bernstein þótti einkenna uppgang bandarísks samfélags á eftirstríðaárunum. Pálína segir boðskapinn eiga mikið erindi nú í dag, þegar rifjað er upp að tíu ár eru liðin frá falli bankanna og íslensks efnahagslífs.

Nánari upplýsingar um uppsetninguna sem verður frumsýnd í Tjarnarbíói á sunnudagskvöld er að finna hér.

Þættir