Mikilvægt að hugsa ekki of mikið

ÍÞRÓTTIR  | 1. nóvember | 22:50 
Jeb Ivey reyndist Njarðvíkingum vel í kvöld þegar liðið vann 99:89-sigur gegn Haukum í 5. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í Njarðvík í kvöld. Jeb skoraði 32 stig í leiknum og gaf 5 stoðsendingar.

Jeb Ivey reyndist Njarðvíkingum vel í kvöld þegar liðið vann 99:89-sigur gegn Haukum í 5. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í Njarðvík í kvöld. Jeb skoraði 32 stig í leiknum og gaf 5 stoðsendingar. 

Eftir frammistöðu sína í síðustu umferð velti fólk því fyrir sér hvort Jeb væri hugsanlega kominn yfir sitt besta og hvort hann hentaði Njarðvíkingum nægilega vel. Hann svaraði þessari gagnrýni með frammistöðu kvöldsins. 

„Ég reyndi að spila einfaldan körfuknattleik og hugsa ekki of mikið og flækja hlutina með því.  Það var mikilvægt fyrir okkur að treysta hver öðrum og styðja hver annan, sérstaklega eftir síðasta leik gegn Tindastól,“ sagði Jeb í samtali við mbl.is eftir leik. 

Þættir