Dæla brátt olíu úr Fjordvik

INNLENT  | 4. nóvember | 17:15 
Undirbúningur fyrir dælingu olíudælingu úr flutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík aðfararnótt laugardags er á lokastigum og dæling ekki hafin. Rúmlega 100 tonn af gasolíu eru í skipinu, en óvíst er hve langan tíma dælingin mun taka. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að farið verði rólega af stað.

Undirbúningur fyrir dælingu olíudælingu úr flutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík aðfararnótt laugardags er á lokastigum, en dæling ekki hafin. Rúmlega 100 tonn af gasolíu eru í skipinu, en óvíst er hve langan tíma dælingin mun taka. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að farið verði rólega af stað. Vinna stendur nú yfir við tengingu leiðslna.

 

 

Á vettvangi eru nú fimm sérfræðingar frá hollenska björgunarfyrirtækinu Ardent, en þrír þeirra komu til landsins í dag. Ardent starfar fyrir eigendur skipsins, en undirverktaki fyrirtækisins er Köfunarþjónustan sem kom upp pöllum yfir hafnargarð á staðnum svo gengt yrði út í skipið. Fulltrúi Umhverfisstofnunar er einnig í Helguvík.

„Þetta verður tekið í hænuskrefum“

Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, eru tankbílar komnir á staðinn sem munu taka við olíunni og koma fyrir í geymslutönkum. Slökkvilið og lögregla eru einnig með viðveru á svæðinu og hefur lögregla nú lokað af stærra svæði en verið hefur í dag.

 

 

„Þetta verður tekið í hænuskrefum. Það stendur til að dæla olíu úr skipinu í dag, en við vitum ekki hve langan tíma það mun taka. Síðan verður staðan tekin,” segir Kjartan Már, en þeir aðilar sem aðkomu hafa haft að málinu munu ræða næstu skref á stöðufundi klukkan átta í kvöld. Aðspurður segir hann að öll einbeiting sé á olíudælingu sem stendur.

 

 

„Það er ekki farið að huga að því að dæla vatni úr skipinu. Nú hugsum við bara um olíuna og síðan verður staðan tekin aftur og ákveðið hvað verður gert næst,“ segir hann. 

 

Þættir