Við hættum að skora

ÍÞRÓTTIR  | 7. nóvember | 22:15 
Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, var nokkuð stoltur af sínu liði eftir 77:73-tap fyrir Keflavík í kvöld og sagðist ánægður með fyrstu umferðina sem nú er liðin í Dominos-deild kvenna í körfubolta.

Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, var nokkuð stoltur af sínu liði eftir 77:73-tap fyrir Keflavík í kvöld og sagðist ánægður með fyrstu umferðina sem nú er liðin í Dominos-deild kvenna í körfubolta.

Benedikt sagði sitt lið hafa misst tökin í leik sínum í kvöld gegn Keflavík á lokasprettinum og hætt að skora körfur en þess í stað fá í bakið á sér hraða upphlaup sem Keflavík nýttu vel. 

Benedikt sagði einnig að erfitt hafi verið að eiga við Brittney Dinkins á lokasprettinum þegar hún hreinlega tók yfir leikinn en framan af hafi Kiana Johnson leikmaður KR verið yfirburðar leikmaður vallarins. 

Þættir