Árásarmaðurinn fyrrverandi sjóliði

ERLENT  | 9. nóvember | 6:02 
Árásarmaðurinn sem varð 12 manns að bana á veitingastað í Kaliforníu í gærkvöldi hét Ian David Long. Hann var 28 ára og var fyrrverandi sjóliði og þjáðist mögulega af áfallastreituröskun, að því er AFP-fréttastofan hefur eftir lögrelgustjóra í Ventura-sýslu.

Árásarmaðurinn sem varð 12 manns að bana á veitingastað í Kaliforníu í gærkvöldi hét Ian David Long. Hann var 28 ára fyrrverandi sjóliði, að því er AFP-fréttastofan hefur eftir lögreglustjóra í Ventura-sýslu.

Árás­in átti sér stað á veit­ingastaðnum Bor­derl­ine Bar and Grill í borg­inni Thousand Oaks um hálftólfleytið í gær­kvöldi að staðar­tíma og voru um 200 manns inni á staðnum er Long hóf þar skothríð.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/11/08/12_latnir_eftir_skotaras_a_bar/

„Við höfum haft afskipti af Long í nokkur skipti undanfarin ár vegna minni háttar brota, umferðarlagabrota,“ sagði lögreglustjórinn Geoff Dean. Hann bætti við að lögreglumenn hefðu einnig verið kallaðir að heimili Long í apríl á þessu ári vegna óláta. Hann hafi þá verið reiður og samhengislaus í tjáningu og því hafi heilbrigðisstarfsfólk verið fengið til að meta hann.

Taldi Dean Long mögulega hafa þjáðst af áfallastreituröskun, en hann var fórnarlamb árásar á bar í nágrenninu árið 2015.

Long fannst látinn inni á veitingastaðnum og telur lögregla hann hafa tekið eigið líf.

 

 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/11/08/fjolmargir_saerdir_eftir_skotaras_a_bar/

Dag­blaðið Los Ang­eles Times hafði eft­ir vitni á vett­vangi að ein­hver hafi komið hlaup­andi inn á bar­inn um hálftólfleytið og byrjað að skjóta úr ein­hverju sem virt­ist vera svört skamm­byssa.

„Hann skaut mikið, að minnsta kosti 30 sinn­um. Ég var enn að heyra byssu­skot eft­ir að all­ir fóru út,“ hef­ur blaðið eft­ir mann­in­um.

Long ók bíl móður sinnar að barnum og sagði ekki orð áður en hann hóf að skjóta á mannfjöldann, en hann var vopnaður Glock-skammbyssu.

Los Angeles Times hefur eftir heimildamanni að hann hafi einnig haft reyksprengju með sér.

 

Þættir