„Er bara alveg rosalegt klúður“

INNLENT  | 12. mars | 12:30 
Krafa stjórnarandstöðunnar virðist afar skýr. Sigríði Á. Andersen er ekki sætt áfram sem dómsmálaráðherra. Þær Helga Vala Helgadóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segja ráðherrann ábyrgan fyrir þeirri miklu óvissu sem íslenskt dómskerfi sé komið í og ómögulegt sé að sjá hana halda áfram í embætti.

Krafa stjórnarandstöðunnar virðist afar skýr. Sigríði Á. Andersen er ekki sætt áfram sem dómsmálaráðherra. Þær Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, for­maður þing­flokks Pírata, segja ráðherrann ábyrgan fyrir þeirri miklu óvissu sem íslenskt dómskerfi sé komið í og ómögulegt sé að sjá hana halda áfram í embætti.

Í myndskeiðinu er rætt við þingkonurnar um dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um málsmeðferð dóms­málaráðherra við skip­an dóm­ara í Lands­rétt sem féll í morgun þar sem ís­lenska ríkið var dæmt brot­legt í Lands­rétt­ar­mál­inu.

Frétt mbl.is

„Hún fór gegn ráðleggingum löglærðra sérfræðinga úr ráðuneytinu og stjórnkerfinu og hún tekur ákvörðun þvert á þessar ráðleggingar. Þetta er bara alveg rosalegt klúður,“ sagði Helga Vala í samtali við mbl.is á nefndarsviði Alþingis fyrr í dag.

Þættir