Hafna beiðni um lausn

ERLENT  | 14. March | 9:01 
Malasísk yfirvöld hafa hafnað beiðni víetnamskra yfirvalda um að láta Doan Thi Huong lausa úr haldi en hún er sökuð um að hafa drepið hálfbróður leiðtoga Norður-Kóreu. Indónesísk kona sem var einnig sökuð um drápið var óvænt látin laus fyrr í vikunni.

Malasísk yfirvöld hafa hafnað beiðni víetnamskra yfirvalda um að láta Doan Thi Huong lausa úr haldi en hún er  sökuð um að hafa drepið hálfbróður leiðtoga Norður-Kóreu. Indónesísk kona sem var einnig sökuð um drápið var óvænt látin laus fyrr í vikunni. 

Kim Jong Nam var drepinn með VX-taugagasi á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur árið 2017.

Faðir Doan Thi Huong er miður sín vegna þessa enda hafði fjölskyldan búist við að hún yrði einnig látin laus úr haldi eftir að Siti Aisyah var látin laus og fékk að snúa aftur heim til Indónesíu. 

Doan Van Thanh segir að dóttir hans hafi verið göbbuð til þess að taka þátt í morðinu og að hún hafi haldið að um sjónvarpshrekk væri að ræða. Hún á yfir höfði sér dauðarefsingu verði hún fundin sek um morð.

 

Þættir