Beira í rúst

ERLENT  | 19. mars | 11:11 
Fellibylur skemmdi og eyðilagði 90% borgarinnar Beira í Mósambík í síðustu viku. 138 létust í fellibylnum, samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum.

Fellibylur skemmdi og eyðilagði 90% borgarinnar Beira í Mósambík í síðustu viku. 138 létust í fellibylnum, samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum. 

Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fellibylurinn Idai hafi valdið hryllilegum skemmdum og eyðileggingu en meðal annars létust tugir nemenda í tveimur heimavistarskólum þegar Idai lagði svefnskála þeirra í rúst. 

Idai reið yfir á fimmtudag og mældist vindhraðinn 47 metrar á sekúndu. Allt rafmagn fór af Beira en í borginni býr hálf milljón manna. 

Þættir