Allt að 1.000 gætu hafa látist

ERLENT  | 19. mars | 8:08 
Forseti Mósambík segir að tala látinna vegna hitabeltisstormsins Idai, sem skall á borginni Beira með mikilli eyðileggingu á fimmtudag, gæti farið upp í 1.000 á næstu dögum.

Forseti Mósambík segir að tala látinna vegna hitabeltisstormsins Idai, sem skall á borginni Beira með mikilli eyðileggingu á fimmtudag, gæti farið upp í 1.000 á næstu dögum.

Idai skall á með vindhviðum allt að 50 m/s á fimmtudag, en aðstoð barst ekki fyrr en þremur dögum síðar. Opinber dánartala í Beira er 84 en alls hefur fengið staðfest að 160 liggi í valnum vegna stormsins í suðurhluta Afríku.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/03/18/beira_i_rust/

Í heimsókn til Beira sagði forsetinn, Filipe Nyusi, að áhrif stormsins væru hrikaleg og að hann hefði séð lík fljótandi í vatnsflaumnum.

Þættir