Nemendur HR fengu óvæntan glaðning 

MATUR  | 1. April | 14:13 
Það er ekki á hverjum degi sem óvæntir atburðir gerast á göngum skólans en það gerðist engu að síður í Háskólanum í Reykjavík á dögunum og sló í gegn hjá nemendunum.

Á dögunum spratt upp skemmtilegur veitingastaður í anddyri Háskólans í Reykjavík þar sem nemendum og starfsfólki skólans var boðið upp á staðgóðan og nærandi hádegisverð í boði Borðum rétt. Að hádegisverði loknum var staðurinn tekinn niður aftur.

Skemmst er frá því að segja að hádegisverðurinn og uppátækið gerði stormandi lukku meðal gesta veitingastaðarins, enda réttirnir frá Borðum rétt afar bragðgóðir og vandlega samsettir með jafnvægi næringarefna í huga. Ekki skemmir fyrir að þeir eru tilbúnir til neyslu í næstu verslun og það tekur allt niður í 5 mínútur að hita þá upp. 

Það voru saddir og sælir stúdentar sem fóru inn í seinni hluta dagsins, tilbúnir til að takast á við flest, meðal annars kenningar Miltons Friedman um að hádegisverðurinn sé aldrei frír. Meðfylgjandi myndband fangaði stemninguna og ánægju gestanna með uppátækið vel.

Þættir