Mótmæla handtöku Assange

ERLENT  | 15. April | 17:11 
Þrjár þýskar og spænskar þingkonur mótmæltu handtöku Ju­li­an Assange stofn­anda Wiki­leaks fyrir framan öryggisfangelsi sem hann situr í í London í dag. Þær hafa árangurslaust reynt að fá að hitta hann í fangelsinu. Þær krefjast þess að Bretar og Evrópusambandið beiti sér fyrir því að hann verði ekki framseldur til Bandaríkjanna.

Þrjár þýskar og spænskar þingkonur mótmæltu handtöku Ju­li­an Assange stofn­anda Wiki­leaks fyrir framan öryggisfangelsi sem hann situr í í London í dag. Þær hafa árangurslaust reynt að fá að hitta hann í fangelsinu. Þær krefjast þess að Bretar og Evrópusambandið beiti sér fyrir því að hann verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. 

„Við þurfum að bregðast við af mannúðarástæðum þar sem Assange er í varðhaldi í Bretlandi. Sérstaklega þar sem hátt settir embættismenn Bandaríkjanna, þar á meðal Donald Trump forseti Bandaríkjanna, hafa hótað honum dauða,“ sagði hin spænska Ana Miranda. 

Heike Hansel, þingmaður í vinstri flokknum Die Linke, sagði að stjórnvöld í Ekvador stunduðu upplýsingafölsun til að varpa ábyrgðinni af sjálfum sér í þessu máli. 

Ju­li­an Assange var í sendiráði Ekvador í London en ekvadorsk yf­ir­völd hleyptu bresku lög­regl­unni inn í sendi­ráð þeirra í síðustu viku þar sem breska lögreglan tók Assange hönd­um.

 

Þættir