Getum alveg náð gullinu

ÍÞRÓTTIR  | 22. apríl | 21:23 
Jóhann Már Leifsson skoraði þrjú mörk fyrir íslenska landsliðið í íshokkíi sem vann 8:0-stórsigur á Norður-Kóreu í öðrum leik liðsins í B-riðli 2. deildar HM í Mexíkó í kvöld.

Jóhann Már Leifsson skoraði þrjú mörk fyrir íslenska landsliðið í íshokkíi sem vann 8:0-stórsigur á Norður-Kóreu í öðrum leik liðsins í B-riðli 2. deildar HM í Mexíkó í kvöld. 

https://www.mbl.is/sport/frettir/2019/04/22/risasigur_islands_a_nordur_koreu/

Eins og gefur að skilja var Jóhann kátur eftir sigurinn, sem var sá fyrsti hjá liðinu á mótinu, eftir tap gegn Ísrael í fyrsta leik. 

„Með spilamennsku eins og í dag getum við alveg náð gullinu,“ sagði Jóhann m.a. Viðtal við Jóhann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 

Þættir