Ágætisprófraun þrátt fyrir tap

ÍÞRÓTTIR  | 7. maí | 21:33 
Natasha Anasi fyrirliði Keflavíkur sagði eftir tapið gegn sínum fyrrverandi félögum í ÍBV, 0:2, í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu á Nettóvellinum í kvöld að leikurinn hefði vissulega verið erfiður enda lið ÍBV vel mannað.

Natasha Anasi fyrirliði Keflavíkur sagði eftir tapið gegn sínum fyrrverandi félögum í ÍBV, 0:2, í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu á Nettóvellinum í kvöld að leikurinn hefði vissulega verið erfiður enda lið ÍBV vel mannað.

Natasha sagði að í fyrri hálfleik hefði verið góður kraftur í Keflavíkurliðinu en heldur dregið af leik þeirra í þeim seinni. Hún sagði einnig að Keflavíkurliðið skorti að ná að klára færi sín betur en að þetta hafi verið ágætisprófraun á heimavelli þrátt fyrir tap. 

Þættir