Góðar mínútur fyrir Liverpool

ÍÞRÓTTIR  | 8. maí | 6:09 
Ekki verður annað sagt en að 54. og 56. mínúta séu góðar mínútur fyrir lið Liverpool í leikjum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu.

Ekki verður annað sagt en að 54. og 56. mínúta séu góðar mínútur fyrir lið Liverpool í leikjum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. 

Liverpool

Hollendingurinn Georginio Wijnaldum skoraði tvívegis gegn Barcelona í kvöld eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Skoraði annað og þriðja mark Liverpool á 54. og 56. mínútu og jafnaði þar með rimmu liðanna 3:3. 

Tilviljanir geta oft verið magnaðar í íþróttum. Síðast þegar Liverpool vann keppnina var árið 2005 eftir ævintýralegan úrslitaleik gegn AC Milan í Istanbul. Þá lenti Liverpool 0:3 undir í fyrri hálfleik en vann upp forskotið. 

Í úrslitaleiknum í Istandbul minnkuðu Steven Gerrard og Vladimír Smicer muninn fyrir Liverpool í 2:3 með mörkum snemma í síðari hálfleik. Jú þau mörk komu einmitt á 54. og 56. mínútu! 

Smicer kom þá inn á sem varamaður eins og Wijnaldum í kvöld. 

Þættir