„Ekki okkur að kenna ef illa fer“

INNLENT  | 12. maí | 12:45 
„Ég held það sé alveg óhætt að segja að messan hafi gengið mjög vel. Mætingin fór langt fram úr væntingum, það var næstum full kirkja og góð stemning í húsinu eins og lofað hafði verið, jafnvel heldur betri,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson sóknarprestur sem stóð fyrir Liverpoolmessu í Seljakirkju í morgun.

„Ég held það sé alveg óhætt að segja að messan hafi gengið mjög vel. Mætingin fór langt fram úr væntingum, það var næstum full kirkja og góð stemning í húsinu eins og lofað hafði verið, jafnvel heldur betri,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson sóknarprestur sem stóð fyrir Liverpoolmessu í Seljakirkju í morgun. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/05/11/framganga_liverpool_rimar_vid_kristni/

Þeir Dagur Sigurðsson og Bóas Gunnarsson stóðu sig vel, að sögn Ólafs Jóhanns, og var vel tekið undir þegar You'll Never Walk Alone var sungið undir lok messu, og sjá má í myndskeiði blaðamanns Morgunblaðsins, sem staddur var í messunni.

 

Í dag eig­ast við Bright­on og Manchester City í lokaum­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta. Fyr­ir lokaum­ferðina er City í topp­sæt­inu með 95 stig en Li­verpool fylg­ir fast á eft­ir með 94 stig. Með sigri verður Manchester City Eng­lands­meist­ari annað árið í röð en ef ekki verður Li­verpool Eng­lands­meist­ari í fyrsta sinn síðan 1990.

Frétt mbl.is

„Það var að minnsta kosti hátíðleiki og heilagleiki yfir kirkjunni,“ segir Ólafur Jóhann aðspurður hvort messan hafi róað taugarnar eða aukið spennuna. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að stundin hafi frekar róað taugarnar.“

 

Ólafur Jóhann er ekki viss hvort messan komi til með að hjálpa hans mönnum í Liverpool í leik dagsins, en segir þó alla samstöðu vera af hinu góða. „Eins og einn kirkjugestur sagði, þá verður það allavega ekki okkur að kenna ef þetta fer illa í dag.“

Þættir