Mikil aukning stafrænna þvingana

INNLENT  | 23. maí | 15:11 
Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun.

Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun eftir dóm í máli frá árinu 2016 þar sem eldri maður reyndi að þvinga ungan dreng til samræðis við sig með stafrænum þvingunum og hlaut dóm fyrir.

Frétt mbl.is

Fyrrnefndi maðurinn var dæmdur í fjögurra ára ára fangelsi í gær fyrir mörg brot sín gagnvart konunni sem voru alvarleg og þaulhugsuð. mbl.is ræddi við Kolbrúnu um málið en niðurstaðan var í megindráttum eins og ákæruvaldið lagði upp með.

Frétt mbl.is

Þættir