Biden með meira fylgi en Trump

ERLENT  | 20. júní | 6:08 
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hóf í gær baráttu sína fyrir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári með fundi í Orlando í Flórída, einu ríkjanna sem talin eru geta ráðið úrslitum.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hóf í gær baráttu sína fyrir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári með fundi í Orlando í Flórída, einu ríkjanna sem talin eru geta ráðið úrslitum. Skoðanakannanir benda til þess að Trump eigi á brattann að sækja og sé nú með mun minna fylgi en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sem þykir sigurstranglegastur í forkosningum demókrata þegar forsetaefni flokksins verður valið.

Í nýlegri könnun Fox News sögðu 49% þátttakendanna að þeir myndu kjósa Joe Biden en 39% Trump ef kosið væri nú og valið stæði á milli þeirra. Ef Bernie Sanders yrði forsetaefni demókrata sögðust 49% þátttakendanna myndu kjósa hann en 40% Trump.

Í könnun Quinnipiac-háskóla sögðust 53% myndu kjósa Trump og 40% Joe Biden ef kosið væri á milli þeirra og öll líklegustu forsetaefni demókrata mældust með meira fylgi en forsetinn. 51% kvaðst myndu kjósa Sanders, 49% Kamala Harris, 49% Elizabeth Warren, 47% Pete Buttigieg og jafnmargir Cory Booker. Fylgi Trumps mældist 40-42%.

Könnun sem gerð var fyrir Trump og aðstoðarmenn hans bendir til þess að hann sé með minna fylgi en Joe Biden í nokkrum lykilríkjum sem talin eru geta ráðið úrslitum í kosningunum. Biden er t.a.m. með meira en 10 prósentustiga forskot í Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin.

Þættir